Þjónusta sveitarfélaga

Dalabyggð (Búðardalur)

Dalabyggð

(Búðardalur)

Miðbraut 11 | 370 Búðardal | 430 4700 | dalir(hjá)dalir.is | Vefsíða Dalabyggðar

Félagsþjónusta Borgarbyggðar þjónustar Borgarbyggð, Dalabyggð og Skorradal í málefnum fatlaðs fólks. Í því felst að fjárhagsaðstoð, félagsleg ráðgjöf, félagsleg liðveisla, annar stuðningur við fatlað fólk og fjölskyldur fatlaðra barna, leyfisveitingar vegna daggæslu í heimahúsum og barnavernd er sinnt af félagsþjónustu Borgarbyggðar. Nánari upplýsingar eru á vefsíðu Dalabyggðar.

Starfsmenn eru í Búðardal fyrsta og þriðja þriðjudag í mánuði frá kl. 13. Auk þessa er unnt að hafa samband símleiðis aðra virka daga kl. 9-15 til að afla sér upplýsinga og ráðgjafar. Einnig til að panta viðtöl á viðverudögum í Búðardal. Viðtöl eru einnig veitt í Borgarnesi.

Sími hjá starfsmönnum félagsþjónustu utan viðverudaga í Búðardal er sími Borgarbyggðar 433 7100.

Á viðverudögum í Búðardal er hægt að hringja beint í síma 430 4706 eða 898 9222. Einnig er hægt að hringja gegnum skiptiborð Dalabyggðar, sími 430 4700.

Reglur um liðveislu ( sameiginleg Borgarbyggð).

Umsóknir um liðveislu fara í gegnum félagsmálastjóra Borgarbyggðar.

Húsaleigubætur

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun annast framkvæmd laga nr. 75/2016 um húsnæðisbætur og tekur ákvarðanir um rétt til húsnæðisbóta og sérstakar húsleigubætur fyrir sveitarfélög landsins og á vefsíðu þeirra má finna allar upplýsingar og umsóknareyðublöð.

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

Félagslegt leiguhúsnæði


Reglur Dalabyggðar um úthlutun á leiguíbúðum

Reglur um úthlutun íbúðar eldri borgara og lífeyrisþega


Upplýsingar um ferðaþjónustu (sameiginlegt með Borgarbyggð)


Umsóknir um akstursþjónustu fatlaðra fara í gegnum félagsmálastjóra Borgarbyggðar.


Félagsleg heimaþjónusta

Upplýsingar um félagslega heimaþjónustu


Reglur um félagslega heimaþjónustu.

Fjárhagsleg aðstoð

Upplýsingar um fjárhagsaðstoð 

Reglur um fjárhagsaðstoð

Ýmislegt

Upplýsingar um réttindagæslumenn fyrir fatlað fólk

Kannaðu hvort þú átt rétt á lækkun fasteignagjalda.

NPA miðstöðin veitir upplýsingar um notendastýrða persónulega aðstoð.

Kannaðu hvort þú átt rétt á styrk til náms, verkfæra- eða hjálpartækjakaupa. 

Leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélögin um styrki til náms, verkfæra og tækja kaupa.Ef þú leitar að þjónustu Dalabyggðar, byrjaðu að því að skoðaða vel vefsíðu bæjarins . Nýttu leitarvélina á vefsíðunni og sláðu þar inn leitarorð þeirrar þjónustu sem þú ert að leita að og skráðu þig inn á Íbúagáttina (gefið að þú sért með lögheimili í bænum ) og sendu bænum fyrirspurn þar í gegn.


Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér