Jónsmessuhappdrætti Sjálfsbjargar 2016

Er happdrættismiði Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra í heimabanka þínum? Þinn stuðningur skiptir okkur miklu máli.
Hægt er að hringja í 550 0360 til að greiða miða með greiðslukorti.
Að sjálfsögðu er líka hægt að kaupa lausasölumiða með því að koma á skrifstofuna í Hátúni 12 á 3. hæð eða í gegn um síma.

Fjölskylduhús Sjálfsbjargar

Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra hefur ráðist í það verkefni að kaupa hús í Reykholti í Biskupstungum sem ætlað er Sjálfsbjargarfélögum og fjölskyldum þeirra. Húsið var keypt á byggingarstigi og er nú unnið að því eftir efnum og ástæðum að ljúka við smíði þess. Húsið er hugsað fyrir hreyfihamlað fólk og er því hugað sérstaklega að aðgengi fyrir alla í og við húsið. Meining okkar hjá Sjálfsbjörg er að gefa félagsmönnum færi á því að geta boðið sínum nánustu til dvalar um allt að vikutíma við góðar aðstæður þar sem fjöskylduböndin eru efld, enda veitir ekki af að styrkja tengslin við sína nánustu t.d. eftir áföll. Margir félagsmanna í Sjálfsbjörg eiga ekki aðild að verkalýðsfélögum sem bjóða félagsmönnum sínum til dvalar í orlofshúsum félaganna. Með fjölskylduhúsi Sjálfsbjargar ætlum við okkur að bæta lífskjör og lífsgæði félagsmanna.

Til að unnt verði að ljúka verkefninu er nú leitað til landsmanna um stuðning. Með kaupum á happdrættismiða í Jónsmessuhappdrætti Sjálfsbjargar 2016 styður þú við uppbyggingu á Fjölskylduhúsi Sjálfsbjargar.