Heiðursmenn

Tveir aldraðir Sjálfsbjargarfélagar sem hafa unnið fyrir félag sitt hátt í aldrarfjórðung,  af heilindum og fórnfýsi , með ráðum og dáð, voru sæmdir gullmerki landssambandsins á 50 ára afmæli Sjálfsbjargar á Húsavík og nágrenni þann 27. júni 2010.

Það var formaður landssambands Sjálfsbjargar,  Grétar Pétur Geirsson,  sem veitti þeim Brynjari Halldórssyni og Hermanni Larsen heiðursmerki.  Hermann var einn af stofnendum félagsins á Akureyri . Báðir hafa þeir verið í stjórnunarstörfum fyrir félag sitt á Húsavík um langt árabil.

Þeim eru þökkuð þeirra störf í þágu Sjálfsbjargar og óskað velfarnaðar á ókomnum árum.