Ráðherrafundir

Forystumenn Sjálfsbjargar hafa verið á ferð og flugi síðustu dag. Mánudaginn 2. september tók Sigurður Ingi Jóhannsson á móti Grétari Pétri Geirssyni formanni og Bergi Þorra Benjamínssyni málefnafulltrúa.

Ræddu þeir meðal annars fyrirhugaðar breytingar á byggingarreglugerð, aðgengi fatlaðra að náttúrunni ásamt öðru. Einnig tók Eygló Harðardóttir félags og húsnæðismálaráðherra á móti Grétari, Bergi og Tryggva Friðjónssyni framkvæmdastjóra Sjálfsbjargar í dag miðvikudag. Þar var rætt meðal annars um nauðsynlegar breytingar á styrkjum til bifreiðakaupa, málefni samstarfsráðherra norðurlanda, kjör örorkulífeyrisþega, auk þeirra framfara sem hafa orðið á sviði hjálpartækja og heilsu almennt.