Sjálfsbjörg lsh. hefur í áraraðir gefið út happdrættismiða tvisvar á ári. Happdrættið er mjög mikilvægt fyrir samtökin þar sem tekjum af því er varið til að halda úti öflugri baráttu fyrir aðgengi og réttindum hreyfihamlaðra auk hjálpartækjamála.
Sum fá valkvæða kröfu birta í heimabankanum en önnur geta keypt miða í áramótahappdrætti Sjálfsbjargar á vefnum okkar.
Stuðningur þinn skiptir miklu máli!