Starfsemin

Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks

Stofnfundur Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks var haldinn í fundarsal Þróunarsetursins á Ísafirði 23. desember sl. Á fundinum var samþykktur samningur um stofnun samlagsins sem hafa mun yfirumsjón með málaflokknum þegar hann færist frá ríki til sveitarfélaga um áramót. Í fréttatilkynningu segir að Ísafjarðarbær bjóði nýja þjónustuþega velkomna til bæjarins. Þá er það starfsfólk Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra sem hefur störf hjá Ísafjarðarbæ um áramótin jafnframt boðið velkomið til starfa. Einnig segir að það sé von Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar að þjónustuþegar verði sem minnst varir við yfirfærsluna og að hún eigi eftir að ganga þægilega í gegn.

Aðilar að Byggðasamlaginu eru; Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Strandabyggð, Kaldrananeshreppur, Árneshreppur, Reykhólahreppur, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur.