Hjálpartæki

Styrkur til kaupa á hjálpartæki

Sjúkratryggðir eiga rétt á styrkjum vegna hjálpartækja samkvæmt reglugerð. Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) greiða styrki vegna hjálpartækja sem eru til lengri notkunar en þriggja mánaða. Hér má sjá lista yfir þau fyrirtæki sem eru með samninga við SÍ. Upplýsingar um hjálpartæki sem eru ekki styrkt af SÍ, og aðila sem selja hjálpartæki, má finna undir Velferð. 

Hjálpartæki

Hér finnur þú upplýsingar um helstu ferlihjálpartæki sem hreyfihamlað fólk notast við í daglegu lífi. Þá nefnum við þau fyrirtæki sem selja/leigja hjálpartæki. Að lokum eru nokkur atriði sem við viljum benda fólki á. Vert er að benda á að hægt er að sækja um styrk fyrir kaupum á hjálpartækjum til Hjálpartækjamiðstöðvar Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), sjá nánari upplýsingar á vefsíðu okkar undir Réttindi. Þá má finna góðan bækling á vefsíðu SÍ um reglugerðarumhverfi hjálpartækja, styrkveitingar vegna þeirra og lýsingar á hjálpartækjum er SÍ veitir styrki til: Hjólastólar og gönguhjálpartæki. Fyrirtækin eru í stafrófsröð. Endilega látið okkur vita ef þið vitið af fleiri fyrirtækjum sem selja/leigja hjálpartæki. 

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér