Ein aðaltekjulind Sjálfsbjargar er happdrætti okkar, en dregið er tvisvar á ári.
Næsti útdráttur er 24. júní 2023
Ein aðaltekjulind Sjálfsbjargar eru happdrætti samtakanna. Árlega erum við með tvö happdrætti, annað í byrjun sumars sem dregið er í á Jónsmessunni 24. júní, hitt er í lok árs og dregið 31. desember.
Happdrættismiðarnir eru sendir tilteknum markhópi hverju sinni. Jafnframt fara miðarnir inn í heimabanka viðtakenda sem valkrafa sem gerir þeim unnt að greiða miðann í gegnum heimabankann. Afrakstur af sölu happdrættismiðanna er notað í málefnastarf Sjálfsbjargar.
Handhafar vinningsmiða eru vinsamlega beðnir um að framvísa þeim á skrifstofu Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra að Hátúni 12 vesturinngangi, 105 Reykjavík. Opið milli kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 15.00 virka daga. Sími: 5500-360.