Happdrætti Sjálfsbjargar

Ein aðaltekjulind Sjálfsbjargar er happdrætti okkar, en dregið er tvisvar á ári.

Jónsmessuhappdrættið 2024 er farið af stað. Hægt er að kaupa miða með því að smella á hnappinn hér að neðan. Þeir sem fá kröfu í heimabanka ættu að vera komnir með valkröfu til þess að greiða. Einnig er hægt að kaupa miða á skrifstofu Sjálfsbjargar lsh. Hátúni 12.

Dregið var í Áramótahappdrætti Sjálfsbjargar 2023 þann 29. desember.

Vinningaskrá fyrir Áramótahappdrætti og Jónsmessuhappdrætti ársins 2023 má sjá neðar á síðunni.

Ein aðaltekjulind Sjálfsbjargar eru happdrætti samtakanna. Árlega erum við með tvö happdrætti, annað í byrjun sumars sem dregið er í á Jónsmessunni 24. júní, hitt er í lok árs.

Happdrættismiðarnir eru sendir tilteknum markhópi hverju sinni. Jafnframt fara miðarnir inn í heimabanka viðtakenda sem  valkrafa sem gerir þeim unnt að greiða miðann í gegnum heimabankann. Afrakstur af sölu happdrættismiðanna er notað í málefnastarf Sjálfsbjargar.


Sjálfsbjörg þakkar þeim hafa keypt happdrættismiða okkar veittan stuðning og góðan hug.


Handhafar vinningsmiða eru vinsamlega beðnir um að framvísa þeim á skrifstofu Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra að Hátúni 12 vesturinngangi, 105 Reykjavík. Opið milli kl. 10:00 - 12:00 og 13:-14:00 alla virka daga. Sími: 550-0360.

Vinningaskrá til útprentunar og í blöðin II2023

Happdrættisdráttur 24.júní 2023