Gott aðgengi á viðburðum Íslandsbanka og VÍB

Þann 9. október 2015 átti sér stað sú ánægjulega nýbreyttni að tvö fyrirtæki, Íslandsbanki og VÍB undirrituðu yfirlýsingum um gott aðgengi að viðburðum á þeirra vegum.

Undir þessa yfirlýsingu rituðu: fyrir hönd Íslandsbanka og VÍB, Birna Einarsdóttir bankastjóri ásamt fulltrúum Sjálfsbjargar lsf., SEM samtakanna og MND félagsins. Yfirlýsingin í heild sinni:

Aðgengi skiptir máli

Mikilvægt er og sjálfsagt að aðgengi hreyfihamlaðra að opnum viðburðum sé tryggt og aðstaða sé við hæfi.

Íslandsbanki og VÍB leggja áherslu á að bjóða hreyfihamlaða sérstaklega velkomna með því að tryggja aðgengi að fundaraðstöðu á Kirkjusandi og forðast að hýsa opna fundi þar sem aðgengi er ábótavant. Einnig verður séð til þess að aðstaða til fundarhalds geri ráð fyrir komu og þátttöku hreyfihamlaðra.

Fulltrúar MND félagsins, SEM og Sjálfsbjargar verða Íslandsbanka og VÍB innan handar svo sem best takist til í þessu efni.

Vonast er til að fleiri veiti þessu sjálfsagða máli athygli og bjóði eingöngu upp á opna viðburði þar sem aðgengi er til fyrirmyndar.

Á myndinni eru: Brandur Bjarnason Karlsson einn af hugmyndasmiðum þessa verkefnis, Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka, Arnar Helgi Lárusson formaður SEM samtakanna, Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins á Íslandi og Bergur Þorri Benjamínsson varaformaður Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra

Vonandi fylgja fleiri fyrirtæki og stofnanir þessu góða fordæmi um bætt aðgengi fyrir alla!