Salalaug hefur fest kaup á nýrri og fullkominni lyftu fyrir hreyfihamlaða. Lyftan er færanleg og hægt nota hana bæði úti og inni. Með tilkomu lyftunnar er aðstaða fyrir fatlaða orðin enn betri en áður í sundlauginni. Í Salalaug er sér skiptiklefi fyrir fatlaða með beinu aðgengi út í laug og einnig stendur þeim fötluðum sem vilja til boða að fá afnot af léttum hjólastól. „Við erum mjög ánægð með þessa nýju lyftu, við erum alltaf að leitast við að bæta þjónustuna í Salalaug, lyftan er liður í því,“ segir Guðmundur Halldórsson forstöðumaður.