Framhaldsfundur Landsfundar Sjálfsbjargar lsh 2024

Framhalds landsfundur Sjálfsbjargar lsh. verður haldinn rafrænt mánudaginn 3. júní nk. Á fundinum verða tekin fyrir þeir dagskrárliðir sem ekki náðist að afgreiða á fyrri hluta fundarins. Búið er að senda fundarboð til flestra landsfundarfulltrúa sem rétt eiga til setu á fundinum. Þau sem ekki hafa fengið fundarboð né rafrænan hlekk eru beðin að senda formanni netfang sitt og nafn þannig að hægt sé að senda fundarboð og hlekk. Netfang formanns er [email protected]