Öllum boðið, nema fötluðum?

Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra hefur sett af stað aðgengisherferð sem ætlað er að vekja athygli á því að án viðunandi aðgengis er verið að útiloka fatlað fólk frá þátttöku í sjálfsögðum hlutum í lífinu. Það er sameiginleg ábyrgð samfélagsins að tryggja að allir hafi sömu tækifæri til að taka þátt.

Pink Childish Unicorn Birthday Invitation Card

Í herferðinni sjáum við boð í barnaafmæli, auglýsingu fyrir keramiknámskeið, boð í atvinnuviðtal og boð í brúðkaup. Boðin eiga það sameiginlegt að ekki er aðgengi fyrir fatlað fólk og þar af leiðandi hefur það ekki tækifæri til að mæta. Fatlað fólk er stór og fjölbreyttur hópur og það er mikill missir fyrir samfélagið allt þegar fötluðu fólki er neitað um þátttöku.

Brudkaup

Yfirskrift aðgengisherferðarinnar er Öllum boðið, nema fötluðum? til að undirstrika að lélegt aðgengi útilokar fatlað fólk frá þátttöku. Við berum öll ábyrgð á því að samfélagið okkar sé aðgengilegt og við getum öll lagt okkar af mörkum. Fyrirtæki og einstaklingar geta til að mynda leitað til Sjálfsbjargar og fengið aðstoð við úttekt á aðgengismálum og fengið tillögur að úrbótum. Hér er að meðal annars að finna upplýsingar um aðgengilega veislusali sem og staði sem henta öllum börnum fyrir barnaafmæli. TravAble smáforritið er önnur leið til að finna aðgengilega staði. TravAble er frítt og allir geta fundið upplýsingar og bætt við nýjum upplýsingum um aðgengilega staði.

keramik+atvinnar

Vinnum saman að bættu aðgengi!