Starfsemin

Sjálfsbjörg í Vopnafirði

Sextánda Sjálfsbjargarfélagið var stofnað á Vopnafirði árið 1991. Stofnfélagar voru 27.

Aðgengismál hafa löngum verið félaginu hugstæð. Barist hefur verið fyrir bættri aðstöðu við bílastæði og sundlaug og unnið að því að fá settar upp skábrautir. Allt hefur þokast í rétta átt. Árið 2003 voru haldnir Sjálfsbjargardagar á Vopnafirði og var þá starfsemi Sjálfsbjargar kynnt Vopnfirðingum, bæði fötluðum og ófötluðum. Aðgengismál voru þau mál sem einkum brunnu á heimamönnum vegna endurbóta sem verið var að gera á Kaupvangi.

Formaður Sjálfsbjargar í Vopnafirði á 50 ára afmælisári Sjálfsbjargar lsf. (2009) var Gunnar Smári Guðmundsson, en Marie T. Robin var formaður á 60 ára afmælisári landssambandsins 2019..