Jónsmessuhappdrætti Sjálfsbjargar

Það er gaman að segja frá því að dregið hefur verið í Jónsmessuhappdrætti Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra en happdrættin eru félaginu mikilvæg fjáröflunarleið.

Til að skoða vinningaskrána má einfaldlega smella á orðið "happdrætti" á aðalsíðunni en þar koma fram öll vinningsnúmerin í þessum úrdrætti.

Við minnum á að vitja þarf vinninga innan eins árs frá því að dregið er.

Ykkar stuðningur er okkar styrkur.