Starfsemin

Ráðstafanir í ríkisfjármálum á málefnasviðum félags- og tryggingamálaráðuneytisins

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja fyrir Alþingi frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum til að mæta yfirstandandi erfiðleikum í efnahagslífinu. Aðgerðir sem snúa að málefnasviðum félags- og tryggingamálaráðuneytisins fela m.a. í sér breytingar á lögum um almannatryggingar, lögum um málefni aldraðra, lögum um Ábyrgðarsjóð launa og lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Fyrirhugaðar aðgerðir munu draga úr útgjöldum ríkisins um 4 milljarða króna á ársgrundvelli. Þá mun hækkun gjalds í Ábyrgðarsjóð launa skila ríkissjóði 800 milljónum króna í auknar tekjur.

Meira um frumvarpið á heimasíðu Félags- og Tryggingarráðuneytisins.