Starfsemin

Gagnlegar upplýsingar fyrir Menningarnótt

Nú er Menningarnótt á næsta leiti. Það stefnir allt í afar viðburðaríka og skemmtilega dagskrá sem borgarbúar hafa lagt mikið á sig til að skapa saman.

Á Menningarnótt er miðborgin lokuð af öryggisástæðum fyrir bílaumferð. Taka þær gildi klukkan 07:00 að morgni 22. ágúst en áætlað er að miðbærinn verði opinn á ný fyrir bílaumferð um 01:00.

Meðfylgjandi eru upplýsingar varðandi þjónustu við fatlaða hátíðargesti á þessum degi.

Salerni:
Salerni fyrir fatlaða verða á eftirfarandi stöðum:
-Á bílastæði við Laugaveg 77
-Við Hverfisgötu 28
-Í Lækjargötu við Íslandsbanka
-Í Hörpu

Bílastæði sérmerkt fyrir fatlaða inni á hátíðarsvæðinu:
Einstaklingar með P-merki fatlaðra sýnileg í bílum sínum geta lagt þeim á eftirfarandi stöðum:
-Bílastæðaplani við Tækniskólann á Skólavörðuholti (með aðgengi á gatnamótum Eiríksgötu og Snorrabrautar)
-Bílastæðaplani á horni Túngötu og Suðurgötu í nágrenni við Ráðhús Reykjavíkur (með aðgengi á gatnamótum Garðastrætis og Túngötu)
-Bílastæðaplani vestast á Skúlagötu, framan við Sjávarútvegsráðuneytið (með aðgengi á gatnamótum Barónstígs við Hverfisgötu)

Akstursþjónusta fatlaðs fólks og aldraðra á Menningarnótt:
Aksturþjónustan verður með hefðbundnu sniði á Menningarnótt. Eins og fyrr segir er umferð inn í miðborgina er verulega takmörkuð þennan dag. Því er aðeins hægt að panta ferðir til og frá eftirfarandi stöðum:
-Bílastæðaplani við Tækniskólann á Skólavörðuholti
-Bílastæðaplani á horni Túngötu og Suðurgötu í nágrenni við Ráðhús Reykjavíkur
-Bílastæðaplani vestast á Skúlagötu, framan við Sjávarútvegsráðuneytið.

Farþegar eru vinsamlegast beðnir um að bóka ferðir með góðum fyrirvara til þess að auðvelda skipulagningu akstursins. Hægt verður að panta síðustu heimferð kl. 00.00. Viðbúið er þó að einhver seinkun kunni að verða sökum umferðar og álags. Við biðjum því alla um að sýna þolinmæði og skilning af þeim sökum.