Hækkanir á lífeyri almannatrygginga

Í dag 15. júní  greiðir Tryggingastofnun út hækkun á bætur almannatrygginga og bætur félagslegrar aðstoðar.

Um er að ræða sambærilegar kjarabætur og samið var um í nýgerðum kjarasamningum eða um 8,1%.

Einnig verður greidd 50.000 króna eingreiðsla til lífeyrisþega.

Vakin er athygli á að greiðslurnar eru skattskyldar. (Af vef tr.is)

Jafnframt er bent á að ef verið er að draga frá bótum upp í kröfur skv. 20% reglu þá hækkar upphæð frádráttar einnig.

Allar greiðslu Tryggingastofnunar voru hækkaðar um 8,1% frá 1. júní sl. bæði til þeirra sem njóta örorku og ellilýfeyris. Einnig voru greiðslur sem reiknaðar eru í formi daggreiðslna hækkaðar um sömu prósentu.