Starfsemin

Til upplýsinga frá Félagi sjúkraþjálfara

Sjálfsbjörg vill vekja á því að í samræmi við niðurstöðu Gerðardóms munu sjúkraþjálfarar hætta að starfa samkvæmt útrunnum samningi við SÍ frá og með deginum í dag, mánudag, 13. janúar 2020. Starfsemi á stofum sjúkraþjálfara er engu að síður óbreytt og allt venju samkvæmt.

Birt hefur verið reglugerð frá heilbrigðisráðherra sem heimilar endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjúkraþjálfara utan samnings. Þannig eru réttindi sjúkratryggðra tryggð og sjúkraþjálfarar geta áfram verið í rafrænum samskiptum við SÍ varðandi endurgreiðsluhluta skjólstæðinga þótt ekki sé samningur í gildi.

Áhrif á skjólstæðinga verða minniháttar þar sem rafræn samskipti verða óbreytt við SÍ og skjólstæðingar njóta beinnar niðurgreiðslu eins og áður, en vænta má einhverra gjaldskrárbreytinga, þar sem sjúkraþjálfarar setja sínar eigin gjaldskrár.

https://www.physio.is/um-felagid/utgafa/frettir/sjukrathjalfarar-haetta-ad-starfa-eftir-samningi-vid-si-nk-manudag-13.-januar-2020