Stefnuskráin

Atvinnumál

Samkvæmt mannréttindasamþykkt Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur skrifað undir, skal öllum þjóðfélagsþegnum tryggð atvinna við sitt hæfi.

Fatlaðir vilja leggja sitt af mörkum til eflingar þjóðarbúsins og greiða til þess skatta og skyldur eins og aðrir þjóðfélagsþegnar.
Vinnan göfgar mannin, því aðeins að einstaklingurinn stundi þá atvinnu, er þroski hans og áhugi stendur til.
Fatlaðir hafa ekki sömu tækifæri á vinnumarkaðnum og þeir sem ófatlaðir teljast. Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra, leggur áherslu á, að starfskraftar fatlaðra nýtist þjóðfélaginu sem best. Stefna samtakanna í atvinnumálum er þessi:
Fatlaðir eigi kost á þeim störfum á almennum vinnumarkaði sem henta þeim.
Fatlaðir eigi, ef þörf krefur, kost á sérstökum stuðningsmanni, þegar þeir hefja störf á almennum vinnumarkaði.
Fatlaðir, sem ekki eiga kost á vinnu á almennum vinnumarkaði, geti fengið vinnu á vernduðum vinnustöðum og/eða í verndaðri vinnuaðstöðu á almennum vinnustöðum.
Á vernduðum vinnustöðum fari jafnframt fram starfsþjálfun fatlaðra, sem auki möguleika þeirra til að komast út á almennan vinnumarkað.
Atvinnuleit og atvinnumiðlun fyrir fatlaða verði stóraukin og henni komið á fót þar sem hún er ekki til staðar.
Atvinnumál fatlaðra verði kynnt atvinnurekendum sem mest og best, svo þeir séu meðvitaðir um stöðu fatlaðra í atvinnulífinu.

Ferli- og farartækjamál

Það verður að teljast grundvallaratriði að umhverfið sé skipulagt með þarfir allra þegna þjóðfélagsins í huga.
Helstu stefnumið Sjálfsbjargar í ferlimálum eru eftirfarandi:

 • Tryggt verði í löggjöf landsins að allar byggingar og mannvirki verði aðgengilegar öllum.
 • Unnið verði að því á skipulegan hátt að gera allar eldri byggingar aðgengilegar öllum.
 • Unnið verði skipulega að breytingu gatnakerfis og útivistarsvæða bæjar- og sveitarfélaga og þau gerð öllum aðgengileg.
 • Tryggt verði aðgengi hreyfihamlaðra að þjóðgörðum og friðlýstum svæðum landsins.
 • Unnið verði að því að ná fram breytingum á almennigsvögnum og öðrum samgöngutækjum, hótelum og ferða miðstöðvum til að auðvelda fötluðum ferðalög. * Komið verði upp ferðaþjónustu fyrir fatlaða í öllum sveitarfélögum landsins.
 • Jafnframt verði tryggt að þjónusta leigubifreiðastöðva sé fyrir alla, þar á meðal fatlaða í hjólastólum.
 • Fötluðum verði bættur sá umframkostnaður er óhjákvæmilega fylgir ferðalögum þeirra, hvort heldur er innanlands eða utan.

Helstu stefnumið Sjálfsbjargar í farartækjamálum eru eftirfarandi:

 • Tryggja verður að fötluðum sé gert kleift að eignast og reka eigin bifreið án tillits til efnahags.
 • Tryggt verði í lögum að styrkir Tryggingastofnunar ríkisins til bifreiðakaupa hækki í samræmi við verðhækkanir bifreiða.
 • Styrkir Tryggingastofnunar ríkisins til bifreiðakaupa þeirra er þurfa sérinnréttaðar bifreiðar séu ávallt það háir að vikomandi einstaklingur greiði ekki meira en sem nemur tveimur þriðju af verði bifreiðar í meðal verðflokki.
 • Almennir styrkir til bifreiðakaupa nemi að minnsta kosti þriðjungi kaupverðs bifreiðar í meðal verðflokki.
 • Styrkir til þeirra, sem kaupa bifreið í fyrsta sinn, skulu vera það háir að viðkomandi einstaklingur greiði ekki meira en sem nemur einum þriðja af verði bifreiðar í meðal verðflokki.
Félagsmál

Það verður að teljast grundvallaratriði að umhverfið sé skipulagt með þarfir allra þegna þjóðfélagsins í huga.

Helstu stefnumið Sjálfsbjargar í ferlimálum eru eftirfarandi:

 • Tryggt verði í löggjöf landsins að allar byggingar og mannvirki verði aðgengilegar öllum.
 • Unnið verði að því á skipulegan hátt að gera allar eldri byggingar aðgengilegar öllum.
 • Unnið verði skipulega að breytingu gatnakerfis og útivistarsvæða bæjar- og sveitarfélaga og þau gerð öllum aðgengileg.
 • Tryggt verði aðgengi hreyfihamlaðra að þjóðgörðum og friðlýstum svæðum landsins.
 • Unnið verði að því að ná fram breytingum á almennigsvögnum og öðrum samgöngutækjum, hótelum og ferða miðstöðvum til að auðvelda fötluðum ferðalög. * Komið verði upp ferðaþjónustu fyrir fatlaða í öllum sveitarfélögum landsins.
 • Jafnframt verði tryggt að þjónusta leigubifreiðastöðva sé fyrir alla, þar á meðal fatlaða í hjólastólum.
 • Fötluðum verði bættur sá umframkostnaður er óhjákvæmilega fylgir ferðalögum þeirra, hvort heldur er innanlands eða utan.

Helstu stefnumið Sjálfsbjargar í farartækjamálum eru eftirfarandi:

 • Tryggja verður að fötluðum sé gert kleift að eignast og reka eigin bifreið án tillits til efnahags.
 • Tryggt verði í lögum að styrkir Tryggingastofnunar ríkisins til bifreiðakaupa hækki í samræmi við verðhækkanir bifreiða.
 • Styrkir Tryggingastofnunar ríkisins til bifreiðakaupa þeirra er þurfa sérinnréttaðar bifreiðar séu ávallt það háir að vikomandi einstaklingur greiði ekki meira en sem nemur tveimur þriðju af verði bifreiðar í meðal verðflokki.
 • Almennir styrkir til bifreiðakaupa nemi að minnsta kosti þriðjungi kaupverðs bifreiðar í meðal verðflokki.
 • Styrkir til þeirra, sem kaupa bifreið í fyrsta sinn, skulu vera það háir að viðkomandi einstaklingur greiði ekki meira en sem nemur einum þriðja af verði bifreiðar í meðal verðflokki.
Heilbrigðismál

Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra, vill stuðla að því að heilsufarslegt jafnrétti ríki í reynd hérlendis. Helstu stefnumið Sjálfsbjargar eru því þessi:

 • Að vinna að því að fötluðum verði, óháð búsetu, veitt öll sú læknishjálp og þjálfun sem möguleg og nauðsynleg er.
 • Að heilsuvernd fatlaðra verði aukin, og samhliða því sem forvarnarstarf í heilbrigðismálum verði eflt.
 • Allir skulu eiga kost á endurhæfingu svo lengi sem þeir þurfa.
 • Að stuðla að auknum vísindalegum rannsóknum.
 • Að heimahjúkrun og önnur stoðþjónusta sé til staðar og fullnægjandi í öllum sveitarfélögum landsins. Heimahjúkrun, liðveisla og önnur notendastýrð stoðþjónusta verði það öflug að fólk með fötlun geti búið í heimahúsum svo lengi sem kostur er.
Húsnæðismál

Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra vill að ALLIR geti ráðið því sjálfir, hvar og í hverskonar húsnæði þeir búa. Húsnæði þarf að vera þannig úr garði gert að fólk geti búið í því frá vöggu til grafar, þó svo að það fatlist einhverntíma á lífsleiðinni.
Jafnt fatlaðir sem ófatlaðir eigi heima í almennum íbúðahverfum. Öll höfum við einhverjar sérþarfir sem ber að uppfylla. Því verður að gera þá kröfu til þjóðfélagsins að það þjóni hagsmunum allra þegna sinna.
Endurhæfing fatlaðra og afturkoma þeirra til aðbærrar vinnu og lífs er oft bundin því að geta snúið til baka til þjóðfélags sem hægt er að komast um án hindrana.
Þeir kostir, sem boðið er upp á í húsnæðismálum, verða að ýta undir sjálfstætt líf hins fatlaða einstaklings. Jafnframt verður að tryggja, að nauðsynleg þjónusta sé veitt.
Kjarni stefnu Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra í þessum málaflokki felst í hugtakinu ,,blöndun” . Með blöndun er átt við að fatlaðir eigi heima innan um ófatlaða. Til þess að þetta megi takast verður að uppfylla ákveðnar kröfur:

 • Húsnæði verður að vera aðgengilegt.
 • Skipulag þarf að vera í lagi.
 • Grundvallarþjónusta þarf að vera fyrir hendi.
 • Sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins verður að sitja í fyrirrúmi.
Menntamál

Menntun er lykilinn að starfi og lífshamingju einstaklingsins. Stefna Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra í menntamálum fatlaðra er í hnotskurn þessi:

 • Strax og fötlunar verður vart hjá einstaklingi skal hefja greiningu, þjálfun og kennslu.
 • Foreldrar fatlaðra barna skulu eiga kost á ráðgjöf.
 • Allir skulu eiga kost á skólagöngu.
 • Allar skólastofnanir skulu vera aðgengilegar fötluðum.
 • Fatlaðir skulu eiga kost á námsefni/námsaðstoð og kennslu við hæfi
 • Sérskólar skulu vera í tengslum við aðra skóla
 • Möguleikar fatlaðra til menntunar/endurmenntunar séu tryggðir
 • Fötluðum sé tryggð náms- og starfsráðgjöf.
Tryggingamál

Þeir sem vegna fötlunar geta ekki stundað arðbæra vinnu eigi rétt á því að fá örorkulífeyri og aðrar framfærslutekjur, sem nægi til mannsæmandi lífs. Þjóðfélagið hefur tekið á sig þá ábyrgð, með stjórnarskránni, að sjá öllum farborða sem geta það ekki sjálfir. Það er þess að koma á því skipulagi sem leysir þetta vandamál á hagkvæmastan hátt og á þann hátt, að skapað geti sem mesta lífshamingju hjá sem flestum.
Stefna Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra í tryggingamálum er þessi:

 • Bætur almannatrygginga eiga að vera það háar að nægi til mannsæmandi lífs.
 • Bótagreiðslur frá almannatryggingakerfinu mega ekki vera vinnuletjandi.
 • Allar bótagreiðslur skulu miða að því að gera einstaklingin sem sjálfstæðastan og óháðan öðrum.
 • Örorkumat skal byggjast á læknisfræðilegum forsendum.
 • Allur aukakostnaður vegna fötlunar sé bættur.
 • Öll hjálpartæki að fullu greidd.