Stjórn Öryrkjabandalags Íslands hyggst kæra Lóu Pind Aldísardóttur fréttakonu til siðanefndar Blaðamannafélag Íslands. Verður kæran lögð fram í vikunni og snýr hún að fréttaflutningi Lóu Pindar um málefni öryrkja, og þá einna helst frétt Lóu þar sem hún ræddi við Freyju Dís Númadóttur, öryrkja og einstæða móður, og bar launakjör hennar saman við þingfararkaup. Í DV segir Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalagsins að fréttaflutningur Lóu hafi verið með öllu afvegaleiðandi. Stjórn Öryrkjabandalagsins leggur kæruna ekki fram í samvinnu við Freyju Dís, en Guðmundur segir að málið snerti hana eina ekki beint heldur alla öryrkja í landinu sem þiggja þurfi bætur frá Tryggingastofnun.