Fimm félagsþjónustusvæði á Suðurlandi

Eins og í öðrum landshlutum þar sem sveitarfélög hafa sameinast um málefni fatlaðra þá hafa þrettán sveitarfélög á Suðurlandi sameinast um eitt þjónustusvæði. Framkvæmd þjónustunnar verður á höndum fimm félagsþjónustusvæða, Félagsþjónusta Sveitarfélagsins Árborgar, Félagsþjónusta uppsveita Árnessýslu og Flóa, Félagsþjónustu Sveitarfélagsins Ölfuss, Félagsþjónustu Hveragerðosbæjar og Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu. Við jafn yfirgripsmiklar breytingar á þjónustu koma upp ýmsar spurningar og á félagsfundi Þroskahjálpar á Suðurlandi 12. janúar var tilfærslan rædd og mönnum tíðrætt um þá óvissu sem fylgir málaflokknum við þessar aðstæður og nefnt m.a að ekki liggi fyrir hver hefur með atvinnumál fatlaðra á svæðinu að gera og að óvissa sé um stjórnsýslulega skipan varðandi fjölmarga þætti, s.s. trúnaðarmann fatlaðra, velferðarnefnd SASS, þjónusturáð og félagsmálanefnd.