Samstarfsaðilar

Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra tekur þátt í samstarfi við ýmis félagasamtök, bæði innlend sem og erlend. Hér eru nefnd nokkur þeirra.

Öryrkjabandalag Íslands

Sjálfsbjörg er eitt af stofnfélögum Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ)  og hafa Sjálfsbjargarfélagar ávallt tekið virkan þátt í starfi ÖBÍ og hafa tveir fulltrúar Sjálfsbjargar gengt þar formennsku, Ólöf Ríkharðsdóttir og Þuríður Harpa Sigurðardóttir.

Medic Alert

Medic Alert á Íslandi er hluti af alþjóðlegum samtökum sem gefa út merki sem fólk getur borið á sér. Á merkinu koma fram lífsnauðsynlegar upplýsingar um sjúkdóma og/eða fötlun viðkomandi. Bein tenging er síðan við bráðadeild Landspítala þar sem nánari upplýsingar eru vistaðar. Ef viðkomandi getur af einhverjum ástæðum ekki tjáð sig, ef hann/hún er t.d. meðvitundarlaus, getur svona merki verið mjög svo gagnlegt. Endilega kynnið ykkur Medic Alert.

Nordiska Handikappförbundet

Nordiska Handikappförbundet (NHF) eru Norðurlandasamtök systursamtaka Sjálfsbjargar frá hverju Norðurlanda. Fulltrúar þessara félaga, sem eru formenn og framkvæmdastjórar hverra landssamtaka,  mynda “stjórn” NHF. Fundað er tvisvar á ári og fjallað um þau málefni sem eru efst á baugi hverju sinni. Formennska í samtökunum færist árlega á milli hinna einstöku landa, í takt við það hvernig formennska í Norrænu ráðherranefndinni færist milli landanna.