Ert þú á aldrinum 18 – 35 ára og með hugmyndir um hvernig bæta má aðgengi að menntun?
Þann 1.febrúar næstkomandi verður haldinn Þjóðfundur ungs fólks í Sjálfsstæðissalnum við Austurvöll. Þar mun fólk með mismunandi bakgrunn deila reynslu sinni af menntakerfinu. Meðal annars mun Margrét Lilja fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar lsh. deila reynslu sinni af menntakerfinu og leiðum til úrbóta. Auk þess verður boðið upp á umræður og skemmtun. Aðgengi að salnum er gott og hægt verður að óska eftir aðlögun fyrir þá sem þess þurfa. Hvetjum sem flest til að skrá sig og taka þátt. Rödd ungs fólks skiptir máli.
Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu má finna hér.