Starfsemin

Fréttir af sundlaug Sjálfsbjargar

Kæru sundgarpar!

Það gleður okkur að tilkynna ykkur að nú er allt að vera klárt fyrir opnun sundlaugarinnar í Sjálfsbjargarhúsinu, eftir árs lokun og munum við auglýsa það vel hérna.

Það væri gaman að geta haft opið í einhverjar vikur í sumar ef það er áhugi fyrir því. Endilega verið í sambandi við skrifstofu okkar ef áhugi er fyrir því eða sendið póst á [email protected]

Hlökkum til að taka á móti ykkur í góðan sundsprett.