Nýsköpun / frumkvöðlar
Nýsköpun getur verið á hvaða sviði sem er og tengt hverju sem er í okkar samfélagi s.s. í viðskiptum, menningu og vísindastörfum. Oftast er þó fjallað um nýsköpun tengt nýrri tækni eða markaðssetningu. Á vefsíðu Nýsköpunarmiðstöðvunar Íslands má finna margvíslegar upplýsingar er tengjast nýsköpun og frumkvöðlastarfi.
Frumkvöðull er brautryðjandi, upphafsmaður eða einstaklingur sem kemur auga á nýja möguleika eða aðferðir t.d. í atvinnurekstri og hrindir þeim í framkvæmd
Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna (SFH) eru hagsmunasamtök einstaklinga sem vinna að nýsköpun og annarra sem vilja efla nýsköpun.
Helsta hlutverk SFH er að vera tengslanet einstaklinga á sviði nýsköpunar og vinna að sameiginlegum hagsmunamálum, svo sem að einföldu og virku stuðningsumhverfi. Frumkvöðlum er veitt ráðgjöf og leiðbeiningar á sviði nýsköpunar og stuðlað er að jafningjafræðslu með því að reyndur frumkvöðull leiðbeinir byrjanda. SFH gengst fyrir fundum, fræðslu og fyrirtækjaheimsóknum sem gagnast frumkvöðlum ásamt því að gangast fyrir málþingum og ráðstefnum.
Félag kvenna í nýsköpun, KVENN, var stofnað var til að hvetja konur til nýsköpunar. KVENN hefur það að markmiði að efla tengsl kvenna í nýsköpun hérlendis sem og erlendis. KVENN er í samstarfi við sambærileg samtök á alþjóðavísu og vinnur að því að gera konur í nýsköpun sýnilegar í samfélaginu. Jafnframt eru konur hvattar til að þróa sköpunarkraft sinn og vera meðvitaðar um hugmyndir sínar. KVENN er systursamtök Samtaka frumkvöðla og hugvitsmanna, SFH, og er náið samstarf þeirra á milli.
Nýsköpunarmiðstöð Íslands er með starfsstöðvar á 7 stöðum á landinu. Megin starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvarinnar er tvennskonar. Annars vegar er veitt öflug stuðningsþjónusta og þekkingarmiðlun fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki, en hægt er að leita aðstoðar um allt sem viðkemur viðskiptahugmyndum og almennum rekstri fyrirtækja. Hinsvegar vinnur rannsóknardeild Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands að hagnýtum rannsóknum og tækniráðgjöf á sviði bygginga og mannvirkja, framleiðslu efnistækni, efnagreininga og orku.
Nýsköpunarmiðstöð Íslands rekur nokkur frumkvöðlasetur þar sem markmiðið er að veita frumkvöðlum og fyrirtækjum aðstöðu, skapandi umhverfi, tengslanet og faglega ráðgjöf til að vinna að nýsköpun og framþróun viðskiptahugmynda.
Frumkvöðlasetrin sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands er aðili að eru m.a.:
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér