Áhugaverðar síður um rannsóknir tengdar hreyfihömlun

Disability Studies Quarterly

Disability Studies Quarterly er tímarit um rannsóknir á svið fötlunarfræða sem gefið er út af Félagsvísindastofnun TISS-háskólans í Mumbai á Indlandi. Þar má finna nýlegar og eldri rannsóknir á ýmsum hliðum fötlunarfræða.

The Lancet

The Lancet er breskt tímarit á sviði læknisfræða. Þar starfa nokkrir rannsóknarhópar á hverjum tíma sem birta greinar og rannsóknir um hin ýmsu mál á sviði læknisfræðinnar. Þar má finna margar rannsóknir um hinar ýmsu hreyfihamlanir og ýmsilegt tngt þeim, eins og til dæmis endurhæfingu eða læknismeðferðir.

Centre for Disability Law and Policy - NUI Galway

Við lagadeild National University of Ireland í Galway er staðsett miðstöð rannsókna á lögum og reglum um málefni fólks með fötlun. Þar hafa verið gerðar hinar ýmsu rannsóknir sem tengjast Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Á heimasíðu þeirra er að finna upplýsingar um greinar og rannsóknir sem þar eru stundaðar.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér