Starfsemin

Áramótahappdrætti Sjálfsbjargar

Áramótahappdrætti Sjálfsbjargar 2022 er farið af stað. Með kaupum á miða styður þú við mannréttindabaráttu Sjálfsbjargar sem staðið hefur í yfir 60 ár. Gott gengi happdrættisins gerir okkur kleyft að vinna hvern dag að fullu jafnrétti fyrir hreyfihamlaða.

Sjalfsbjorg_skyggna_Aramotahappdr_2022a-02

Starf Sjálfsbjargar 2022

Stærstu verkefni Sjálfsbjargar á liðnu ári hafa verið aðgengisnámskeið fyrir aðgengisfulltrúa sveitarfélagana og úttektir á aðgengi hjá fyrirtækjum og stofnunum. Mikil vinna var lögð í samstarfsverkefni Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Ferðamálastofu Íslands og Öryrkjabandalagsins um Gott aðgengi á ferðamannastöðum. Sjálfsbjörg er einnig aðili að Römpum upp Ísland sem hefur gengið vonum framar og stefnir á 1500 rampa um land allt á 4 árum. Á haustmánuðum settum við í loftið aðgengisherferðina Nema fötluð til að hvetja almenning til að huga að aðgengismálum í sínu umhverfi og minna á að aðgengismál eru ekki einkamál fatlaðs fólks. Landssambandið rekur líka Hjálpartækjaleiguna sem stendur alltaf fyrir sínu og von er á nýrri heimasíðu innan skamms sem gerir það enn auðveldara að leigja hjálpartæki. TravAble smáforritið veitir upplýsingar um aðgengi beint úr símanum. Fastir liðir eru svo rekstur Sjálfsbjargarhússins þar sem Sjálfsbjargarheimilið er til húsa ásamt sundlauginni góðu, Stjá sjúkraþjálfun og fleiri fyrirtækjum.

Við erum meir og þakklát fyrir árangur ársins og hlökkum til þess nýja til að gera samfélagið enn aðgengilegra. Þátttaka í áramótahappdrættinu skiptir miklu máli til að gera okkur kleift að halda starfinu áfram.

Áramótahappdrætti 2022

120 vinningar eru í boði og heildarverðmæti þeirra er 25.440.000 krónur. Í fyrsta vinning er glænýr rafknúinn Renault Megane E-tech frá BL að verðmæti 2.390.000 krónur. Í annan og þriðja vinning eru 500.000 króna gjafabréf frá Icelandair. Í 4. - 13. vinning eru 300.000 króna gjafabréf í Samsungsetrinu/Ormsson. Í 14. - 40. vinning eru 150.000 króna gjafabréf í 66° Norður og í 41. - 120. vinning eru 150.000 króna gjafabréf í Eirberg. Það er til mikils að vinna

Í áramótahappdrættinu eru gefnir eru út 42.000 miðar í heildina. Hægt er að kaupa miða í vefverslun Sjálfsbjargar og fá miðan í tölvupósti, borga valkröfu sem kemur upp í heimabankanum eða hringja á skrifstofu Sjálfsbjargar í síma 550 0360 og borga símgreiðslu. Vinsamlega athugið að fyrirkomulag á símgreiðslum hefur verið breytt og nú fá þau sem vilja borga með símgreiðslu fá sent form í farsímann sinn þar sem greiðslan er framkvæmd.

Dregið verður úr happdrættinu 31. desember 2022 og vinningaskrá birt á hér á heimasíðu Sjálfsbjargar 3. janúar 2023. Byrjað verður að greiða út vinninga 17. janúar 2023.

Fyrir meiri upplýsingar vinsamlegast sendið línu á [email protected].

midicut