Starfsemin

Nýr starfsmaður Þekkingamiðstöðvar

Við bjóðum Pálu Kristínu Bergsveinsdóttur velkomna til starfa hjá Sjálfsbjörg landssambandi hreyfihamlaða.

Hún mun sinna Þekkingamiðstöð og hefur verið að fara yfir heimasíðuna. Ef þið hafið einhverjar spurningar um réttindi, aðgengi fyrir hreyfihamlaða eða hvað sem er, sendið þá póst á [email protected].

Þekkingarmiðstöðin veitir ráðgjöf, upplýsingar og fræðslu sem nýtist fyrst og fremst hreyfihömluðum einstaklingum.