Starfsemin

Frumsýning hjá Halaleikhópnum.

Í kvöld frumsýnir Halaleikhópurinn ærslafullan gamanleik, Maður í mislitum sokkum.Halaleikhópurinn er áhugaleikfélag,
stofnað 1992. Blandaður leikhópur, þar sem fatlaðir og ófatlaðir vinna saman, og er hópurinn aðili að Bandalagi íslenskra leikfélaga.
Árlega er sett upp vegleg leiksýning og er þá ráðinn atvinnuleikstjóri til verksins. Þröstur segir mikla en skemmtilega áskorun felast í að
leikstýra mismunandi samansettum áhugaleikhópum.

Sýnt er í Halanum, en svo nefnist salur í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, Reykjavík.
Gengið er inn að norðanverðu um austurinngang.
Nánari upplýsingar: www.halaleikhopurinn.is