Kjarkur Endurhæfing

Stærsta og viðamesta rekstrareining Sjálfsbjargar lsh. er Kjarkur endurhæfing, en það er rekið í hluta Sjálfsbjargarhússins. Kjarkur endurhæfing hefur verið starfandi í 50 ár og hét áður Sjálfsbjargarheimilið en nafninu var breytt í júní 2023. Var það gert til þess að ná að fanga betur þá endurhæfingarstarfsemi sem er sinnt. Kjarkur endurhæfing veitir þverfaglega einstaklingsmiðaða endurhæfingu fyrir hreyfihamlaða einstaklinga sem glíma við tauga- og heilaskaða.Takmark endurhæfingarinnar er að einstaklingar geti haldið aftur út í lífið að aflokinni endurhæfingu. Bæði er veitt endurhæfing í dagþjónustu og sólarhringsþjónustu og að auki er veitt viðhaldsendurhæfing.

Hjá Kjarki endurhæfingu starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga. Starfsemin er á fjárlögum og byggir reksturinn á lögum nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu. Finna má frekari upplýsingar um starfsemina á www.kjarkurendurhaefing.is