Svar til Sjálfsbjargar

Björk Vilhelmsdóttir formaður velferðarráðs skrifar:
Sjálfsbjörg, Landssamband fatlaðra, er með réttmætar kröfur í Fréttablaðinu í gær [15. 3 sl.] um að allir öryrkjar fái sérstakar húsaleigubætur ef þeir eiga til þess rétt skv. tekju- og eignamörkum, óháð því hjá hverjum þeir leigja. Reykjavíkurborg kom fyrst sveitarfélaga með sérstakar húsaleigubætur árið 2004, sem fleiri hafa tekið upp með mismunandi hætti. Markmiðið er að lækka greiðslubyrði fólks með mikinn félagslegan vanda sem leigir á almennum markaði til að það hafi val um búsetu og aðgerðin átti að ýta undir almennan leigumarkað.