Hjálparliðasjóður Sjálfsbjargar landssamband hreyfihamlaðra

Skilafrestur umsókna er til 1. apríl 2024

Vinsamlegast skilið umsókninni með netpósti (ef þess er nokkur kostur) á netfangið: [email protected] og merkið sem umsókn í Hjálparliðasjóðinn og nafn umsækjanda.

Hjálparliðasjóður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra, var stofnaður árið 1997 með það að markmiði að auðvelda hreyfihömluðum að ferðast. Markmið sjóðsins er að gera hreyfihömluðum kleift að ferðast innanlands og utan á jafnréttisgrundvelli. Sjóðurinn veitir umsækjendum styrk vegna hjálparliða (aðstoðarfólks) á ferðalögum og sem getur ráðið úrslitum um það hvort hreyfihamlaður einstaklingur nái að ferðast.

Skilafrestur umsókna í sjóðinn er til 1. apríl ár hvert og veitt úr sjóðnum einu sinni á ári ef fjármagn leyfir.

Berist umsókn á árinu bíður hún til fyrrnefnds tíma. Niðurstaða stjórnar sjóðsins um úthlutun verður tilkynnt styrkþegum með netpósti eigi síðar en 7 vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út.

Vinsamlegast skilið umsókninni með netpósti (ef þess er nokkur kostur) á netfangið: [email protected] og merkið sem umsókn í Hjálparliðasjóðinn og nafn umsækjanda.

Sumarið 2005 fór Kjartan Jakob Hauksson í hringferð í kringum landið á árabát og safnaði hann áheitum sem síðan runnu í Hjálparliðasjóð Sjálfsbjargar. Sjóðurinn var á þessum tímapunkti orðinn ansi lítill og rétti hann verulega vel úr kútnum við þetta.

Þá hljóp Björgvin Ingi Ólafsson í Reykjavíkurmaraþoninu 2016 í nafni sjóðsins og skilaði það sjóðanum kr. 356.899.– og hljóp hann einnig 2017 og 2018.