Ö-FM 106.5, útvarpsstöð ungliðahreyfingar Sjálfsbjargar enn í fullu fjöri

Götuhernaðurinn sem er sumarverkefni Ný-ung ungliðahreyfingar Sjálfsbjargar stofnaði útvarpsstöð nú fyrr í sumar.

Um er að ræða samvinnuverkefni við Hitt húsið sem rekið er af Reykjavíkurborg.

Hitt húsið er stofnað 1991 og er hugmyndin að það sé nýtt fyrir ungt fólk og þeirra hugmyndir. Sjálfsbjörg leggur til húsnæði fyrir útvarpstöðina í aðstöðu Ný-ungar.

Útsendingar hafa gengið alveg ljómandi vel og allir mjög jákvæðir. Frægir einstaklingar hafa komið í viðtal og má þar nefna Hemma Gunn, Ómar Ragnarsson, Ladda og margir fleiri.

Á þriðjudeginum síðastliðin kom hún Kolbrún framkvæmdarstjóri Sjálfsbjargar í viðtal til þeirra til að kynna starfsemi Sjálfsbjargar. Má þar nefna Grundtvig verkefnin, Klifur, sumarhappdrættið og margt fleira.

Þú getur hlustað á útvarpsstöðina á sveiflutíðninni 106.5 eða farið á vefsíðuna www.oryrki.is og hlustað þar á alnetinu. Fyrir óskalög eða fyrirspurnir er hægt að hringja í síma 5680360 á milli 09:00-17:00 alla daga eða senda póst á [email protected].