Líkamleg heilsa

Líkamleg heilsa

Hér fyrir neðan má finna tengla að síðum sem innihalda ýmislegt fróðlegt sem tengist líkamlegri heilsu.

Göngugreining

Göngugreining í einhverju formi hefur verið í boði í áraraðir. Síðustu ár hefur þessi þjónusta þó vaxið umtalsvert samhliða því að greiningin hefur orðið tæknilegri. Í göngugreiningu er að skoða m.a. mismunandi álag á fætur, hvort stigið er rétt og jafnt, fótleggir eru mældir bak og fyrir til að kanna hvort lengdir séu eins, og þá er skoðað hvernig viðkomandi gengur og hleypur. Helstu ástæður þess að fólk fer í göngugreiningu eru t.d. verkir einhversstaðar í fótum, greinileg mislengd er á fótum, greinilegar skekkjur í liðamótum annars eða beggja fóta. Þá getur greining gefið vísbendingar hvernig skóbúnaður hentar viðkomandi best.

Eftirfarandi fyrirtæki bjóða uppá göngugreiningar (alls ekki tæmandi listi):

Ýmis heilsutengd þjónusta

hreyfitorg.is er gagnvirk vefsíða sem er ætlað að stuðla að aukinni hreyfingu landsmanna. Á síðunni er hægt að leita að hreyfingu sem hentar hverjum og einum eftir staðsetningu á landinu. Auk þess er hægt að lesa ýmsar ráðleggingar og efni sem tengist hreyfingu og kynna sér hreyfiseðil, sem byggir á því að læknir metur einkenni og ástand einstaklings og ávísar síðan hreyfingu sem meðferð eða hluta af meðferð við þeim sjúkdómum eða sjúkdómseinkennum sem verið er að fást við.

heilsutorg.is er vefsíða sem er full af fróðleik sem tengist heilsu. Á síðunni er hægt að lesa ýmsar fréttir og greinar sem tengjast m.a. hreyfingu, lífstíl, næringu og mat. Einnig er þar að finna ýmsar girnilegar uppskriftir. Að auki er hægt að horfa á myndbönd, í undirdálkinum Heilsutorg TV, sem tengjast heilsu á einhvern hátt.

  • Heilsuhringurinn er óháður upplýsingamiðill um heilsutengd málefni og velferð. Leitast hefur verið við að miðla fræðslu um heildrænar leiðir til að viðhalda heilbrigði og benda á áhugaverðar nýjungar á sviði lækninga. Í Heilsuhringnum hefur verið fjallað um greinar um nýjar leiðir í krabbameinslækningum, sveppaóþol, uppskriftasíður, umfjöllun um grasalækningar og hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar.
  • Á vefsíðunni Hjartalíf.is  er búið að safna saman ýmsum upplýsingum um hjartað, hjartaáfall og endurhæfingu eftir hjartaáfall.
  • Fæði, þyngd og heilsa hreyfihamlaðs fólks
  • Ráðleggingar um mataræði er greinargóður bæklingur frá Landlæknisembættinu um hvernig megi bæta mataræði og stuðla þannig að betri heilsu.

Þá er hér á vefsíðu okkar er að finna m.a. upplýsingar um aðgengilegar gönguleiðir og útivistarsvæði.


Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér