Verðandi foreldrar

Fyrir verðandi foreldra

Verðandi foreldrar

Fæðingarorlof

Foreldrar eiga rétt á fæðingarorlofi eða fæðingarstyrk

Grindargliðnun

Konur sem fá grindargliðnun á meðgöngu geta fundið létti við að vera í t.d. náttkjól úr sléttu efni eins og silki- eða satínnáttkjól eða nota snúningslak. Einnig getur verið mjög gott að leita til sjúkraþjálfara sem getur leiðbeint varðandi hreyfingar og gefið meðferð við verkjum.  

Snúningslak

Getur hjálpað verulega ef konur eiga erfitt með að snúa sér í rúmi. Hægt er að kaupa snúningslök t.d. hjá Eirberg og Stoð.

Sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfarar gefa leiðbeiningar og meðferð við grindargliðnun.
Til að komast í sjúkraþjálfun þarf beiðni frá lækni. Á vefsíðu Félags sjúkraþjálfara má finna lista yfir starfandi sjúkraþjálfara.

Meðgöngueftirlit

Í meðgöngueftirliti er fylgst með heilsu móðurinnar og fóstursins/barnsins.         

Áhættumeðganga          

Þær konur sem glíma við heilsufarsleg vandamál á meðgöngu eru undir sérstöku eftirliti og fara i meðgönguvernd á Landsspítalanum.

Landspítalinn-kvennadeild          

Kvennadeildir Landspítalans skiptast í Fósturgreiningardeild, Kvenlækningadeild 21A, Móttökudeild 21AM,  Mæðravernd 22B, Meðgöngu- og fæðingardeild 22A, Fæðingardeild 23A og Hreiðrið 23.

Landspítalinn hefur sett saman myndbönd til að kynna fæðingarþjónustu spítalans. Í fyrsta myndbandinu er lýsing á staðsetningu kvennadeildarinnar. Á næsta myndbandi er farið í gegnum byrjun fæðingar og síðan eru kynningar á fæðingardeildinni (23-A) og Hreiðrinu (23-B). Í einu myndbandi er fjallað um þá kosti sem bjóðast til verkjastillingar í fæðingu og annað er um hvað tekur við þegar barnið er fætt og heimferðina. Einnig er myndband yfir það sem gott er að taka með sér fyrir fæðingu og að lokum eru upplýsingar fyrir aðstandendur.

Fróðlegar vefsíður

Ljósmóðir.is er upplýsingavefur fyrir verðandi foreldra, nýbakaða foreldra, ömmur, afa, frænkur, frændur, ljósmæður og alla þá sem áhuga hafa á því sem viðkemur meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Á vefnum eru margvíslegar upplýsingar sem geta komið að góðum notum þegar von er á barni eða nýr einstaklingur er nýkominn í heiminn. Á vefsíðunni eru áreiðanlegar upplýsingar um þætti er varða meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir ásamt því að lesa fyrirspurnir og svör frá öðrum.

Á Doktor.is er hægt að lesa sér til um hvað gerist viku fyrir viku á meðgöngunni, hvernig þroski fóstursins er hverju sinni, lengd og þyngd fósturs ásamt því að sjá myndir.  Ef stafurinn M er valinn í undirflokknum „Greinar“ getur maður fundið fullt af fróðlegum greinum sem tengjast meðgöngu. Það sama á við um undirflokkinn „Fyrirspurnir“, ef stafurinn M er valinn er hægt að lesa fyrirspurnir og svör sem borist hafa vefnum.

Ungi.is er upplýsingaveita fyrir nýbakaða, núverandi, verðandi og tilvonandi foreldra. Á þessari vefsíðu er hægt að finna samansafn af upplýsingum um þroskaferli fósturs, frá viku 1 að fæðingu. Einnig er á vefnum sérstök leitarvél sem getur aðstoðað foreldra í leitinni að góðu nafni fyrir nýjasta fjölskyldumeðliminn. Að auki er hægt að finna upplýsingar sem tengjast öryggi barnsins inn á heimilinu og góð ráð til foreldra hvernig best sé að tryggja öryggi barnsins.

Erfðaráðgjöf

Erfðaráðgjöf vegna krabbameins v/erfðabreytts gens (brjóstakrabbamein) og erfðasjúkdóma.
Nánari upplýsingar um erfðaráðgjöf í síma 543 5070 eða á heimasíðu erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans

Ættleiðingar

Þegar umsóknir um ættleiðingar eru teknar fyrir er stuðst við lög um ættleiðingar auk þess sem reglugerð um ættleiðingar er höfð til hliðsjónar.

Íslensk ættleiðing

Félagið Íslensk ættleiðing hefur milligöngu um ættleiðingu barna erlendis frá. Á heimasíðu félagsins má finna upplýsingar um félagið, löndin sem Ísland er með samning við og upplýsingar um ættleiðingarferlið.

Ættleiðingarstyrkur

Kjörforeldrar geta óskað eftir styrk vegna kostnaðar við ættleiðingu barns erlendis frá.

Tæknifrjóvgun

Livio- Reykjavík

Hjá Livio- Reykjavík  geta pör fengið aðstoð við að ná markmiðum sínum um að eignast barn.
Livio er staðsett að Álfheimum 74, 104 Reykjavík.

Tilvera  

Tilvera er stuðningsfélag fyrir einstaklinga sem glíma við ófrjósemi.

Niðurgreiðsla á tæknifrjóvgun

Mörg stéttarfélög veita félagsmönnum sínum styrk til tæknifrjóvgunar, best er að hafa samband við sitt stéttarfélag og athuga hvernig styrkjum er háttað þar.

Sjúkratryggingar niðurgreiða 2., 3. og 4. meðferð hjá pari/ einhleypum konum sem ekki eiga barn fyrir. Hér má sjá reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir, athugið að breytingar hafa verið gerðar á reglugerð og má sjá þær efst á síðunni.

Staðgöngumæðrun

Ef staðgöngumæðrun yrði lögleidd hérlendis gæti hún hugsanlega nýst hreyfihömluðum konum/pörum þar sem meðganga er ekki möguleg. 


Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér