Sálfræðiþjónusta

Sálfræðiþjónusta

Það getur verið mjög mismunandi hvað sálfræðingar gera og í hverju þeir sérhæfa sig og því er mikilvægt að finna sálfræðing sem að hentar eftir því hvert eðli vandans er. Á vef Sálfræðingafélags Íslands er að finna leitarvél þar sem almenningur getur leitað að sálfræðingi eftir nafni, staðsetningu, meðferðarstefnu, tegund þjónustu eða eðli vandans. 

Nemendur við Háskóla Íslands og börn þeirra geta fengið ódýra sálfræðiráðgjöf hjá sálfræðinemum háskólans.

Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands hefur sett á laggirnar Félagsráðgjöf háskólanema sem veita mun háskólanemum og fjölskyldum þeirra ráðgjöf sem m.a. snertir fjölskyldumálefni, uppeldi og samskipti.

Markmiðið með Félagsráðgjöf háskólanema er í senn að þjálfa nemendur í starfsréttindanámi í félagsráðgjöf í að veita faglega ráðgjöf og bjóða háskólanemum stuðning í erfiðum málum sem þeir kunna að glíma við. Þjónustan er gjaldfrjáls og fer fram á Aragötu 9.

Hjá Félagsráðgjöf háskólanema verður veitt

  • Fjármálaráðgjöf
  • Fjölskylduráðgjöf
  • Ráðgjöf vegna samþættingar náms og fjölskyldulífs
  • Ráðgjöf um réttindi fólks innan félagslega kerfisins
  • Samskiptaráðgjöf
  • Uppeldisráðgjöf

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér