Veiðistaðir

Veiðistaðir

Hér höfum við tekið saman nokkra veiðistaði sem hægt er að komast að með eða án aðstoðar. Aðgengi hefur ekki verið tekið út á þessum stöðum heldur er þetta einungis út frá reynslu notenda. Ef þú veist um aðgengilegan veiðistað þá endilega hafðu samband við okkur.  

Veiðikortið er kort sem gefur fólki möguleika á ódýrari veiði en stéttarfélög og einhver starfsmannafélög gefa afslátt af veiðikortinu. Hreyfihamlaðir/öryrkjar hafa fengið afslátt af kortinu . Hér er hægt að fara beint inn á slóð til þess að kaupa Veiðkortið á sértilboði fyrir hreyfihamlað fólk

Hvítá við Hallanda

Hallandi við Langholt | 801 Selfoss | 695 9833 (Magnús)| magnus(hjá)hallandi.com | Fara á vefsíðu Hvítár við Hallanda.

Hvítá er ein af fáum hjólastólaaðgengilegum ám á landinu. Lax er veiddur á svæðinu. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Hvítár við Hallanda.

Hörgá í Eyjafirði

Hörgá í Eyjafirði | Hér getur þú sótt um veiðileyfi í Hörgá.

Hörgá er ekki aðgengileg nema með aðstoð en ef hún er til staðar er vel hægt að komast þarna að. Kynþroska sjóbleikja fer að ganga í Hörgá í júlí og þær sem ganga lengst fram í dalina koma fyrstar en bleikjan hrygnir annars um alla á. Þegar líður á sumarið fara göngur vaxandi og ná hámarki í ágúst.

Eyjafjarðará

Eyjafjarðará |601 Akureyri | Fara á vefsíðu Eyjafjarðarár.

Eyjafjarðará er ekki aðgengileg nema með aðstoð en ef hún er til staðar er vel hægt að komast þarna að. Eyjarfjarðará rennur norður eftir Eyjafjarðardal. Upptökin eru suður í botni dalsins, og koma þar saman margir lækir úr fjöllunum í kring og bera sumir árheiti. Meðalveiðin í Eyjafjarðaránni á árunum frá 1986 til 2010 var 2.132 bleikjur.

Andakílsá

Andakílsá | 311 Borgarfjörður | Fara á vefsíðu Andakílsár .

Andakílsá fellur úr Skorradalsvatni í Andakílsárfoss og liðast síðan u.þ.b. 8 kílómetra löng um sléttlendið niður í Borgarfjörð. Sumarið 2011 veiddust í Andakílsá 180 laxar sem er heldur minna en árin þar á undan þegar veiðin fór yfir 700 laxa þrjú ár í röð. Andakílsá er frábær fluguveiðiá og veiðast flestir laxanna á flugu.

Kriki við Elliðavatn

Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu á Krika við Elliðavatn. Kriki er útivistarsvæði fyrir fatlaða og hreyfihamlaða og þar er líka húsnæði. Skuldlausir Sjálfsbjargarfélagar mega veiða í landi Krika. Þar er hægt að veiða frá bryggju (steinbryggjunni - hin er notuð til að komast í bátana þegar fæst aðstoð til að sigla á vatninu). Kriki er opinn eftir hádegi í júní, júlí og ágúst. Kriki er með facebook-síðu.

Vatnskot við Þingvallarvatn

Vatnskot við Þingvallarvatn |Þingvallarsveit í  Bláskógarbyggð | Landverðir þjóðgarsins veita upplýsingar

Aðstaðan í fyrir hreyfihamlað fólk og hjólastólanotendur í  Vatnskoti við Þingvallavatn er nokkuð góð og liggur þar greiðfær bryggja út að fínustu kastöðum fyrir hreyfihamlað fólk og hjólastólanotendur. Þó eru ekki aðrir staðir við strandlengjuna hentugir fyrir hreyfihamlaða að sögn landvarðar (Torfi Stefán Jónsson landvörður og verkefnastjóri: maí 2016).

Frítt er fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Elli og örorkulífeyrisþegar fá veiðileyfi fyrir sumarið endurgjaldslaust í þjónustumiðstöð. Sjá nánar á vefsíðu Þingvalla

Hægt er að hafa samband við landverði í þjónustumiðstöð þjóðgarðsins á Leirum en einnig er landvörður staðsettur við vatnið með aðstöðu í Vatnskoti og sinnir eftirliti þaðan. 

Ýmsir veiðistaðir 

Þekkingarmiðstöðin hefur fengið ábendingar um nokkra veiðistaði frá hjólastólanotanda sem hefur komist í veiði á eftirtöldum stöðum. En hægt er að sjá myndir og upplýsingar um veiðistaðina með því að fara með bendilinn yfir: 

Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér