Reynsla fólks af hótelum og veitingastöðum. Á ferðavefnum Trip Advisor má finna umsagnir fólks af reynslu sinni af hótelum og veitingastöðum um allan heim.
Aðgengileg hótel. Á vefsíðunni Hotels.com er hægt er að leita að aðgengilegum hótelum.
- Fyrst er skráð hvert er verið að fara, dagsetning og fjöldi einstaklinga og smellt á "Leita".
- Undir "Þrengja niðurstöður" er hægt að smella á "Aðgengi" (neðarlega í listanum). Þá er hægt að haka við "aðgengilegt baðherbergi", "herbergi með góðu aðgengi" og "sturta með aðgengi fyrir hjólastóla".
- Aðgengilegir staðir í Bretlandi. Á vefsíðunni Direct Enquiries er hægt að finna upplýsingar um aðgengilega staði í Bretlandi. Á síðunni er hægt að leita að gistingu, ferðamannastöðum, söfnum, veitingastöðum, samgöngumöguleikum og fleiru. Nokkrir valmöguleikar eru í leitinni eins og til dæmis að sýndir verði einungis þeir staðir sem leyfa hjálparhunda, eru aðgengilegir fyrir hjólastóla eða henta sjónskertu fólki.
- Aðgengi í Bretlandi. Á vefsíðunni Disabled Go er hægt að leita að aðgengilegum stöðum og hótelum, afþreyingu og samgöngum í Bretlandi. Á forsíðunni er valið "Local services" og þar kemur landakort og er landshluti valinn. Þá er boðið uppá að velja bæjarfélög, skóla eða heilbrigðisstofnanir. Eftir að búið er að velja eitt af þessu koma upp valmöguleikar um afþreyingu, samgöngur, matsölustaði og fleira þess háttar.
- Suður-Afríka. Disabled Travel er vefsíða þar sem hægt er að finna aðgengilega ferðamannastaði og gistingu í Suður- Afríku.
- Á vefsíðunni When we travel er hægt að finna aðgengileg hótel, gistiheimili og tjaldstæði.
- Í nágrenni Flórens /Florence á Ítalíu er Pianeta Elisa sem býður upp á aðgengilega gistingu, ásamt margs konar afþreyingu, námskeið og endurhæfingu. Vefsíðan er á ítölsku en hér má finna hana á enskri þýðingu á Google translate
- Á vefsíðunni Accessible Latvia er að finna aðgengilega ferðamannastaði, gistingar og samgöngur á Lettlandi.
- Á vefsíðu Visit Denmark eru upplýsingar sem geta gagnast fötluðum ferðalöngum.
- Vefsíðan Accessible London hefur upplýsingar um aðgengilega staði og samgöngur í London.
- Vefsíðan God adgang veitir upplýsingar um aðgengi á ýmsum stöðum i Danmörku, Svíþjóð, Möltu og á Íslandi.
- Vefsíðan Sage traveling er með ýmis ráð og upplýsingar um ýmsa ferðamannastaði sem geta gagnast hreyfihömluðu fólki.
- Á vefsíðunni Visit Oslo eru ýmsar upplýsingar um aðgengi fatlaðra ferðamanna sem fara til Osló í Noregi.
- Á vefsíðunni Global access news geta fatlaðir ferðalangar deilt reynslu sinni með öðrum ferðalöngum.
- Euan's guide birtir upplýsingar um aðgengi í mörgum breskum borgum. Euan og fjölskylda hófu að safna upplýsingum um aðgengi þegar hann greindist með MND.
- ENAT - European Network for Accessible Tourism er stofnun sem hefur það að markmiði að gera evrópska ferðamannastaði, vörur og þjónustu aðgengilega öllum ferðamönnum og stuðla að aðgengilegri ferðaþjónustu um allan heim.
- An Accessible US Travel Guide for Wheelchair Users
- Á vefsíðunni http://www.wheelchairtraveling.com/ má finna margvíslegar upplýsingar tengdar ferðalögum. Þú velur svæði í heiminum sem þú ætlar að heimsækja og getur fundið upplýsingar um hótel og samgöngur.