Vefsíður tengdar ferðalögum

Hér eru nokkrir tenglar sem geta komið að gagni við skipulagningu ferðalaga erlendis. 

Fólk er hvatt til að nota leitarvélar líkt og Google og leita þar upplýsinga um ferðalög hreyfihamlaðs/fatlaðs fólks en alls konar samanteknar upplýsingar safnast upp þar. Notið t.d. "disabled travel in Tenerife" ef ferðast á þangað og þá má t.d. finna bestu hótelin fyrir hreyfihamlaða.

Gagnlegar vefsíður

Reynsla fólks af hótelum og veitingastöðum. Á ferðavefnum Trip Advisor má finna umsagnir fólks af reynslu sinni af hótelum og veitingastöðum um allan heim. 

Aðgengileg hótel. Á vefsíðunni Hotels.com er hægt er að leita að aðgengilegum hótelum.
- Fyrst er skráð hvert er verið að fara, dagsetning og fjöldi einstaklinga og smellt á "Leita".
- Undir "Þrengja niðurstöður" er hægt að smella á "Aðgengi" (neðarlega í listanum). Þá er hægt að haka við "aðgengilegt baðherbergi", "herbergi með góðu aðgengi" og "sturta með aðgengi fyrir hjólastóla".

 • Aðgengi í Bretlandi. Á vefsíðunni Disabled Go er hægt að leita að aðgengilegum stöðum og hótelum, afþreyingu og samgöngum í Bretlandi. Á forsíðunni er valið "Local services" og þar kemur landakort og er landshluti valinn. Þá er boðið uppá að velja bæjarfélög, skóla eða heilbrigðisstofnanir. Eftir að búið er að velja eitt af þessu koma upp valmöguleikar um afþreyingu, samgöngur, matsölustaði og fleira þess háttar.
 • Suður-AfríkaDisabled Travel er vefsíða þar sem hægt er að finna aðgengilega ferðamannastaði og gistingu í Suður- Afríku.
 • Á vefsíðunni When we travel er hægt að finna aðgengileg hótel, gistiheimili og tjaldstæði.
 • Á vefsíðunni Accessible Latvia er að finna aðgengilega ferðamannastaði, gistingar og samgöngur á Lettlandi.
 • Vefsíðan Accessible London hefur upplýsingar um aðgengilega staði og samgöngur í London.
 • Vefsíðan Sage traveling er með ýmis ráð og upplýsingar um ýmsa ferðamannastaði sem geta gagnast hreyfihömluðu fólki.
 • Á vefsíðunni Global access news geta fatlaðir ferðalangar deilt reynslu sinni með öðrum ferðalöngum.
 • Euan's guide birtir upplýsingar um aðgengi í mörgum breskum borgum. Euan og fjölskylda hófu að safna upplýsingum um aðgengi þegar hann greindist með MND.

 • ENAT - European Network for Accessible Tourism er stofnun sem hefur það að markmiði að gera evrópska ferðamannastaði, vörur og þjónustu aðgengilega öllum ferðamönnum og stuðla að aðgengilegri ferðaþjónustu um allan heim.
 • An Accessible US Travel Guide for Wheelchair Users
 • Á vefsíðunni http://www.wheelchairtraveling.com/ má finna margvíslegar upplýsingar tengdar ferðalögum. Þú velur svæði í heiminum sem þú ætlar að heimsækja og getur fundið upplýsingar um hótel og samgöngur.
Leiga á hjálpartækjum í útlöndum
 • Líkt og bent er á víða hér á síðunni er fólki ráðlagt að leggjast á leitarvélar netsins og leita að réttu fyirtæki til að leigja það hjálpartæki er þú þarfnast. Þú gætir t.d. sett inn íleitarvélina eftirfarandi texta: "equipment rent for disabled in London" ef þú ert að fara þangað.
 • Hér er fyrirtæki, Enable Hilidays,   er annast útleigu hjálpartækja víða.
 • Leigu á hjálpartækjum í útlöndum er að finna á http://www.mobilityequipmenthiredirect.com/ Veldu land, síðan borg eða bæ og þá tegund hjálpartækis. Athugið að það eru mismiklar upplýsingar eftir löndum.
 • Reha team er fyrirtæki sem að leigir hjálpartæki í Þýskalandi. Vefsíðan þeirra er öll á þýsku en hægt er að senda tölvupóst og fá svar á ensku. Á meðfylgjandi tengli http://www.rehateam-hamburg.de/einfachmieten er hægt að sjá lista yfir hjálpartæki sem hægt er að leigja, og fyrir þá sem ekki eru sterkir í þýskunni er hægt að nýta sér google translate.
Erlendar ferðaskrifstofur
 • Upplýsingar um ferðaskrifstofur fyrir fatlað fólk og fleiri upplýsingar um ferðalög fatlaðra.
 • Ferðaskrifstofan Handi Tours er dönsk ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í að setja saman ferðir fyrir fatlað fólk. Starfsmaður þeirra sem sér um þessar ferðir er með menntun sem að veitir aukna þekkingu á málefnum fatlaðra, sem getur nýst vel, og hindrað óþarfa áhyggjur eða fyrirstöður á ferðalagi þínu. Hér má nálgast facebook síðu þeirra. En til að fá frekari upplýsingar er einnig hægt að senda þeim tölvupóst á netfangið info(hjá)handitours.dk
 • Ferðaskrifstofan Disabled Access Holidays aðstoðar fólk sem er á leið í utanlandsferðir að finna aðgengilega staði. Þau eru einnig með facebook síðu.
 • Ferðaskrifstofan Disabled holidays.com býður fólki aðstoð við að bóka ferðir þannig að aðgengi sé tryggt.

Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér