Ameríka

Nú orðið er best að " googla " viðkomustaðinn, því það er orðið mikið magn af upplýsingum á netinu um ferðalög hreyfihamlaðs/fatlaðs fólks, ferðamöguleikum þess, reynslusögum fólks, og upplýsingum um aðgengismál í viðkomandi landi eða borg. Ef fara á t.d. til Washington notið leitarorðin "access for disabled in Washington" og gífurlegt magn upplýsinga koma upp.

Við biðjum ferðalanga að senda Þekkingarmiðstöðinni línu um reynslu sína í ferðalögum erlendis. Veist þú hvar gott er að fá bílaleigubíl sem hentar hreyfihömluðum, aðgengilegt hótel eða skoðunarferðir sem henta fólki sem getur ekki gengið lengi í einu?

Bandaríkin

Bandarísk ferðaskrifstofa sem skipuleggur ferðir fyrir fatlað fólk

Svo er bara að hamast á leitarvélunum á netinu.

Reynsla ferðalanga

New York

Á DoubleTree by Hilton Hotel Metropolitan eru mörg aðgengileg herbergi, bæði með sturtu eða baði. Dyrabjalla fyrir heyrnarlausa er í öllum aðgengilegu herbergjunum. Salernin eru með örmum en þó er lágmarks rými inn á baðherbergjunum. Á hótelinu sjálfu er bjalla í lyftunni sem hringir á hverri hæð og blindraletur á herbergisnúmerum. Starfsfólkið var einnig afar hjálplegt.

Bílaleigur

Bandaríkin

  • Aftur, leitið að bílaleigum á leitarvélunum er bjóða t.d. bíla af ýmsum stærðum er taka hjólastóla bæði sem farþega og einnig sem bílstjóra. 
  • Wheelchair Getaways er t.d. starfrækt víða í í Bandaríkjunum og eru þeir með aðgengilega bílaleigubíla  sem henta hreyfihömluðu fólki.
  • Wheelers er einnig með aðgengilegar bifreiðar fyrir hreyfihamlað fólk og eru starfræktir víða í Bandaríkjunum.
  • Accessible Vans of America (AVA) eru bílaleigubílar sem hafa rampa og sumar stöðvar hafa bíla með akstursbúnaði fyrir hreyfihamlaða.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér