Það er að ýmsu að hyggja þegar kemur að aðgengi innandyra og hefur Mannvirkjastofnun gefið út leiðbeiningar þar sem tilgreint er hvernig mannvirki eru gerð aðgengileg samkvæmt Byggingarreglugerð 112/2012 .
Hér fyrir neðan eru tenglar á leiðbeiningablöð Mannvirkjastofnunar sem eiga við aðgengismál innanhúss og eru helstu atriðin í leiðbeiningablöðunum dregin út hér fyrir neðan. Til að fá nánari upplýsingar er nauðsynlegt að fara inn á sjálf leiðbeiningablöðin.
Einnig eru upplýsingar um hvar hægt er að nálgast hjálpartæki sem eiga við hvert svæði. Ef þið hafið upplýsingar um fleiri sölustaði þá viljum við gjarnan fá að vita af þeim.
Samantekt úr leiðbeiningablaðinu Dyr innanhúss
Samantekt úr leiðbeiningablaði um Skábrautir og hæðarmun
Skábrautir, slyskjur eða hjólastólarampa er m.a. hægt að kaupa hjá Byko, Eirberg og Öryggismiðstöðinni, Öryggismiðstöðin selur einnig bílarampa.
Algild hönnun snyrtinga og baðherbergja 6.8.3
Í almennum leiðbeiningum um baðherbergi og snyrtingar eru myndir og upplýsingar um algilda hönnun á baðherbergjum en það eru ýtarlegri upplýsingar í leiðbeiningum um algilda hönnun. Engar sérstakar reglur eru um handföng í sturtuklefum.
Þegar baðherbergi er hannað á grundvelli algildrar hönnunar skal hafa eftirfarandi í huga:
Salernisstoðir er m.a. hægt að kaupa í Eirberg, Fastus og Stoð ásamt öðrum bað- og salernishjálpartækjum.
Einnig er hægt að kaupa ýmis bað- og salernishjálparæki hjá Vélum og verkfærum og Öryggismiðstöðinni.
Í þessum leiðbeiningar eru margvíslegar leiðbeiningar er varða íbúðir. Það helsta sem fram kemur um algilda hönnun í eldhúsum má sjá hér fyrir neðan:
Það helsta sem kemur fram í leiðbeiningum Mannvirkjastofnunar varðandi lyftur og lyftupalla má sjá hér fyrir neðan:
Hjá eftirtöldum fyrirtækjum er hægt að kaupa hjólastólalyftur:
Rými Ofnasmiðjan , Gylfaflöt 4, 112 Reykjavík, Sími 511 1100
HÉÐINN Schindler lyftur ehf. Gjótuhrauni 4, 220 Hafnarfjörður, 565 3181
Íslandslyftur, Smiðjuvegur, 28, 201 Kópavogur, Sími: 568-7600
Hjá Léttitækni, Lambhagavegi 13, Reykjavík, Sími: 452-4442, er hægt að kaupa rafknúinn klifurstól. Klifurstóll klífur tröppur og stiga þannig að aðstoðarmaður þess sem á erfitt með gang eða þess sem notar hjólastól þarf ekki að reyna mikið á sig við að aðstoða einstaklinginn upp stigann.
Samantekt hefur verið felld út úr leiðbeiningum - en eftirfarandi ákvæði komu þar fram:
Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér