Nú orðið er best að " googla " viðkomustaðinn, því það er orðið mikið magn af upplýsingum á netinu um ferðalög hreyfihamlaðs/fatlaðs fólks, ferðamöguleikum þess, reynslusögum fólks, og upplýsingum um aðgengismál í viðkomandi landi eða borg. Ef fara á t.d. til Parísar í Frakklandi notið leitarorðin "access for disabled in Paris" og gífurlegt magn upplýsinga koma upp.
Evrópa er stórt svæði og löndin þar jafn mismunandi og þau eru mörg og þar með aðgengismál fyrir hreyfihamlað fólk. Líkt og annars staðar er aðgengið oftast einna best í stærstu borgunum sem hafa verið að byggjast upp síðasta áratuginn, en fjölmargar þeirra eru afar gamlar og því erfitt um vik að laga aðgengi þar. Utan stóru borganna er aðgengi almennt síðra. Því er mjög mikilvægt að kynna sér viðkomustaðina vel fyrirfram og leita einstaklinga sem hafa farið á viðkomandi stað áður og getur deilt upplýsingum.
Við biðjum ferðalanga að senda okkur línu um reynslu sína í ferðalögum erlendis. Veist þú hvar gott er að fá bílaleigubíl sem hentar hreyfihömluðum, aðgengilegt hótel eða skoðunarferðir sem henta fólki sem getur ekki gengið lengi í einu?
Á vefsíðu DisabledGo er leitarvél þar sem hægt er að finna ítarlegar upplýsingar um aðgengi á Bretlandi.
Upplýsingar um almenningssamgöngur í London.
London
Hjólastólanotandi segir allt aðgengi til fyrirmyndar á Heathrow flugvellinum.
Hótel
Hjólastólanotandi mælir með Bedford Hotel. Herbergið sem hann var í var mjög rúmgott og flott. Á baðherberginu var sturta með engum köntum og það fylgdi sturtusæti. En á hótelinu voru lyfturnar það litlar að hann komst ekki í lyftuna sitjandi í sínum rafknúna hjólastól, hann þurfti að standa á meðan. Hann telur að minni hjólastólar myndu komast fyrir í lyftunni. Starfsfólk hótelsins mælti með tveimur öðrum hótelum þar sem lyfturnar eru stærri, The Imperial og President Hotel.
Ferðalangur sem notar göngugrind mælti með þessu hóteli Park Plaza Victoria London, góð aðstaða.
Hjólastólanotandi í rafknúnum stól mælti sérstaklega með þessu hóteli, London Leicester Square Hotel. Sagði að þeir væru með eitt frábært herbergi sem væri mjög aðgengilegt fyrir hjólastóla, en að gott væri að panta tímanlega.
Hjólastólanotandi mælti með þessu hóteli The Cumberland. Hægt er að velja um herbergi með baði eða sturtu.
Samgöngur
Allir strætisvagnar eru aðgengilegir og hjólastólanotendur fá frítt í strætó. Ekki nema hluti brautarstöðva neðanjarðalestanna eru aðgengilegar og þarf að kynna sér þaðvel áður svo þú sitir ekki fastur á óaðgengilegri brautarstöð. Það tekur aðeins meiri tíma að taka strætó, en þeir eru mjög margir og koma því fljótt aftur ef maður missir af strætó.
Leigubílar: Það þarf að taka fram þegar þú pantar leigubíl að þú þurfir að fá hjólastólaleigubíl.
Bílaleigur
Bílaleigan Adapted car hire hefur bílaleigubíla sem hreyfihamlaðir einstaklingar geta keyrt eða verið farþegar.
Bílaleigan Adapted Vehicle Hire hefur bílaleigur á nokkrum stöðum í Bretlandi og ýmsan akstursbúnað sem hentar hreyfihömluðu fólki.
Lynx Car Hire panta bílaleigubíla og aukabúnað, rétta bílinn á rétta verðinu fyrir þig. Hafðu samband við þá og þeir aðstoða við leigu á bíl í Bretlandi og utan.
Ferðamannastaðir
Margir staðir í London, t.d. veitingastaðir, eru óaðgengilegir við fyrstu sýn en margir þeirra eru þó með lausa rampa sem starfsmenn geta náð í, það þarf bara að spyrja um þá.
London Eye Hjólastólanotendur fá forgang í raðir. Tala þarf við starfsfólk til að vera tekinn fram fyrir röðina.
Tate Nýlistasafnið fínt aðgengi þar.
Westfield Mall er nálægt Ólympíuþorpinu og er mjög gott og stórt.
Oxford street, flest allt er aðgengilegt þar.
Hjólastólanotandi mælir með að skoða Tower Bridge, Big Ben og Parliament.
Sjá upplýsingar um ferðalög fatlaðra í Danmörk.
Scandic hótelkeðjan leggur áherslu á að koma til móts við þarfir allra hótelgesta og bjóða því upp á aðgengileg hótel. Á vefsíðu Scandic hótelanna má finna upplýsingar um aðgengismál hótelanna og hvernig auðveldast er að leita að Scandic hóteli sem hentar þér. Scandic hótel þar sem sérstaklega hefur verið hugsað um aðgengi eru:
Kaupmannahöfn
Scandic Copenhagen og Scandic Sydhavnen
Árósar
Kolding
Musholm
Musholm eru einstaklega aðgengileg sumar/- og orlofshús af ýmsum stærðum sem hentar fjölbreyttum hópi hreyfihamlaðs fólks.
Upplýsingar um ferðalög fatlaðra á Ítalíu.
Á Hilton Garden inn hótelinu í Mestre við Feneyjar eru aðgengileg hótelherbergi og er hægt að skoða myndir af slíku herbergi á heimasíðu hótelsins.
Upplýsingar um ferðalög fatlaðra til Noregs.
Osló
Á heimasíðu Visit Oslo er leitarvél þar sem hægt er að taka fram "sérþarfir" ferðalanga varðandi gistingu.
Scandic hótelkeðjan leggur áherslu á að koma til móts við þarfir allra hótelgesta og bjóða því upp á aðgengileg hótel. Á heimasíðu Scandic hótelanna má finna upplýsingar um aðgengismál hótelanna og hvernig auðveldast er að leita að Scandic hóteli sem hentar þér. Scandic hótel þar sem sérstaklega hefur verið hugsað um aðgengi eru: Scandic Byporten, Scandic Oslo Airport
Þrándheimur
Bergen
Upplýsingar um ferðalög fatlaðra til Spánar.
Barcelona:
Við fengum góðar upplýsingar í september 2014 um aðstæður í Barcelona, frá hjólastólanotanda sem hefur fullan styrk í höndum:
Ef þörf er á leigubíl fyrir hjólastóla þá þarf að panta með 30 mínútna fyrirvara.
Auðvelt er að fara um götur borgarinnar á hjólastól og var allstaðar tekið úr gangstéttum, þar sem viðkomandi fór.
La Sagrada Família kirkjan er vel aðgengileg og er frítt inn fyrir hjólastólanotendur og aðstoðarmann. Salernisaðstaða er fín.
Gaudi garðurinn er vel aðgengilegur líka, rampar þó svolítið brattir. Frítt er inn fyrir hjólastólanotendur en aðstoðarmaður borgar. Salernisaðstaða er fín.
Almennt var aðgengi að salernum ágætt í verslunarmiðstöðum og jafnvel í verslunum.
Ilunion hótel í Barcelona er mjög aðgengilegt að sögn ferðalangs sem notar bæði handknúin og rafknúin hjólastól. Inná hótelherberginu er rúm sem hægt er að hækka og lækka þar er að segja upp og niður, en rúmið er ekki rafknúið til að hækka bak eða undir fætur. Lyfta er ofan í sundlaug. Cosmo scooter er hjálpartæjaleiga þar sem hægt er að leiga m.a. rafknúin hjólasatól.
Tenerife
Upplýsingar umferðalög fatlaðra á Tenerife.
Hotel Bitacora á amerísku ströndinni hentar fötluðu fólki vel. Aðgengi er gott, góð sturta (baðbretti) og þjónustan er til fyrirmyndar.
Hotel La Siesta á amerísku ströndinni á Tenerife hentar fötluðu fólki mjög vel. Sturtuaðstaðan þar er mjög góð, og hentar mjög vel fólki í hjólastól og þeim sem þurfa að sitja í sturtu. Aðgengið á hótelinu er mjög gott.
Hotel Mar y Sol er staðsett í Los Cristianos. Hótelið og ölll aðstaða er sérstaklega hönnuð með aðgengi fyrir hreyfihamlað fólk og hjólastólanotendur í huga. Tvær sundlaugar eru við hótelið og er önnur upphituð með lyftu sem fer ofan í sundlaugina. Við hliðina á hótelinu er hjálpartækjalega LeRo þar er hægt að fá leigð ýmis hjálpartæki svo sem hjólastóla, rafskutlur, sturtustól, sjúkrarúm, hjólastólabíl o.fl. Einnig er hægt að fá aðstoð frá hjúkrunarfræðingi.
Leiga á hjálpartækjum
Fyrirtækið Amigo 24 er með leigu á hjálpartækjum á nokkrum stöðum á Spáni.
Leigubílastöðin Taxi Torrevieja á Costa Blanca hefur góða bíla fyrir hjólastóla.
Upplýsingar um ferðalög fatlaðra til Svíþjóðar.
Stokkhólmur
Hæsta hótel Norðurlandanna er að finna í Stokkhólmi, Scandic Victoria Tower. Samkvæmt tímariti Dansk Handicap Forbund býður þetta hótel upp á aðgengileg herbergi í tveimur gæðaflokkum, með rafdrifnum rúmum og góðu aðgengi á baðherbergi.
Scandic hótelkeðjan leggur áherslu á að koma til móts við þarfir allra hótelgesta og bjóða því upp á aðgengileg hótel. Á heimasíðu Scandic hótelanna má finna upplýsingar um aðgengismál hótelanna og hvernig auðveldast er að leita að Scandic hóteli sem hentar þér (undir "Our most assessible hotels"). Scandic hótel í Svíþjóð þar sem sérstaklega hefur verið hugsað um aðgengi.
Gautaborg
Scandic Europa, Scandic Opalen, Scandic Crown, Scandic Mölndal
Linkopning
Lundur
Bollnäs
Umeå
Scandic hótelkeðjan leggur áherslu á að koma til móts við þarfir allra hótelgesta og bjóða því upp á aðgengileg hótel. Á heimasíðu Scandic hótelanna má finna upplýsingar um aðgengismál hótelanna.
Berlin
Scandic Berlin Potsdamer Platz
Hamburg
Hamborg:
Hjólastólanotandi í rafknúnum stól mælti með þessu hóteli, Barcelo Hamburg. Sagði þetta vera mjög gott hótel í Hamborg (upplýsingar fengnar í ágúst 2014).
Berlin:
Hjólastólanotandi í rafknúnum stól mælti með hótelinu Motel One Berlin Hauptbahnhof. Hann sagði að hótelið væri staðsett við aðallestarstöðina og væri í ódýrari kantinum (upplýsingar fengnar í október 2015).
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér