Framhaldsskólar

Framhaldsskólar

Framhaldsskólar landsins bjóða upp á margvíslegt nám, hvort sem um bóklegt eða verklegt nám er að ræða. Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um framhaldsskólana og þá þjónustu sem býðst fötluðu fólki eða fólki sem þarf sérstuðning í námi. Sumir skólanna bjóða upp á fjarkennslu eða nám á kvöldin.

Samband íslenskra framhaldskólanema

Rafstöðvarvegur 7-9 | 110 Reykjavík | [email protected] | Vefsíða Sambands íslenskra framhaldsskólanema

Samband íslenskra framhaldsskólanema eru hagsmunasamtök framhaldsskólanema. Hlutverk þeirra er að gæta hagsmuna framhaldskólanema og vinna að bættum hag þeirra.

Samtökin halda einnig úti stuðningsbanka sem er uppfærður reglulega af skólunum sem sýna hvaða stuðningsúrræði skólinn býður upp á hverju sinni.

Vefsíða stuðningsbankans

Borgarholtsskóli

Mosvegi | 112 Reykjavík |535 1700 | [email protected] | Vefsíða Borgarholtsskóla

Í Borgarholtsskóla er hægt að stunda nám í dagskóla, síðdegisskóla, kvöldskóla og dreifnámi.  Skólinn býður upp á almennt nám, bóklegt nám til stúdentsprófs, starfsnám, iðnnám og sérnámsbraut fyrir fatlaða. Sérnámsbraut fyrir fatlaða er einkum ætlað nemendum sem hafa notið verulegrar sérkennslu í grunnskóla, verið í sérdeild eða sérskóla.

Í dreifnámi er einungis boðið upp á kennslu í fagáföngum. Þeir nemendur sem þegar hafa lokið almennum bóklegum áföngum fá fyrra nám metið en öðrum býðst að taka viðkomandi áfanga í almennu fjarnámi. Námið fer að mestu fram á vefnum. Inngönguskilyrði í dreifnám er að nemendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og æskilegt er að þeir hafi lokið því sem svarar til einu ári í framhaldsskóla.
Námsráðgjafar veita ráðgjöf og stuðning vegna fatlaðra nemenda, veita ráðgjöf vegna náms- og starfsvals og hægt er að fá ráðgjöf vegna dyslexiu. Í gegnum námsráðgjafa er hægt að fá táknmálstúlk fyrir nemendur sem þess þurfa.

Fisktækniskólinn

Víkurbraut 56 | 240 Grindavík |412 5966 |[email protected] | Vefsíða Fisktækniskólans

Fisktækniskólinn býður upp á grunnnám á framhaldsskólastigi á sviði veiða (hásetanám), fiskvinnslu og fiskeldis ásamt endurmenntun fyrir fólk sem starfar á þessu sviði. Í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja er boðið upp á nám í netagerð (veiðarfæragerð).
Námið dreifist á tvö ár en hvert ár skiptist í eina skólaönn og eina önn í starfsnámi á vinnustað. Náminu lýkur með framhaldsskólaprófi, en einnig er boðið upp á viðbótarnám til undirbúnings til háskólanáms.  Að loknu viðbótarnámi geta nemendur sótt um áframhaldandi nám á háskólastigi t.d. í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri og fiskeldi að Hólum.

Fjölbrautaskólinn við Ármúla

Ármúla 12 | 108 Reykjavík | 525 8800 | fa@)fa.is | Vefsíða FÁ

Hjá Fjölbrautaskólanum við Ármúla (FÁ) er boðið upp á ýmsar brautir sem stundaðar eru í dagskóla eða í fjarnámi. Innan FÁ er einnig Heilbrigðisskólinn sem býður upp á nám á heilbrigðisbrautum. Nemendur sem velja Almenn námsbraut eru annars vegar þeir sem hafa ekki ákveðið hvaða nám þeir skrá sig í og hins vegar nemendur sem ekki hafa náð þeim árangri í ákveðnum greinum í grunnskóla sem krafist er á öðrum brautum skólans.

Sérnámsbraut er fjögurra ára námsbraut fyrir nemendur sem hafa haft aðlagað námsefni í grunnskóla.

FÁ sinna náms- og starfsráðgjöf til nemenda, halda utan um námskeið varðandi námstækni og prófkvíða. Þeir sinna stuðningi og ráðgjöf vegna persónulegra erfiðleika eða áfalla nemenda og til þeirra geta nemendur leitað vegna tilvísunar og samstarfs við ýmsa sérfræðinga.

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti

Austurbergi 5 | 111 Reykjavík | 570 5600 | [email protected] | Vefsíða FB

Nám Fjölbrautaskólans í Breiðholti (FB) er hægt að stunda í dagskóla, kvöldskóla eða í dreifnámi. Byggist námið á áfangakerfi og er hægt að stunda bóknám til stúdentsprófs, iðnnám, starfsnám og listnám ásamt starfsbraut fatlaðra nemenda. Undanfarin ár hefur Sumarskóli FB verið starfræktur í húsakynnum FB sem margir hafa nýtt sér.


Starfsbraut FB skipuleggur nám fatlaðs nemanda eftir óskum, áhugasviði og möguleikum hans, óskum og áliti foreldra ásamt þeim möguleikum sem skólinn og umhverfið býður upp á hverju sinni.

Skólinn leggur upp með að mæta þörfum hvers og eins. Lögð er áhersla á þverfaglega samvinnu og er skólinn í tengslum við atvinnulífið og framhaldsnám.

Námsráðgjafar meta þarfir hvers nemanda fyrir sig og unnið er út frá því. Dæmi um úrræði sem hreyfihamlaður nemandi hefur fengið er lengri próftími, að taka próf á tölvu, að vera í sérstofu í prófi, að fá glósuvin og að hafa aðstoðarmann, sem aðstoðar í tímum og milli tíma. Námsráðgjafar sjá um að útvega aðstoðarmann og greitt er fyrir hann með fjármagni frá menntamálaráðuneytinu.

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

Skólabraut 6| 210 Garðabæ | 520 1600 | [email protected] | Vefsíða FG

Skólinn býður upp á ýmsar leiðir til náms í dagskóla og fjarnámi. Flestar brautir leiða til stúdentsprófs en skólinn býður einnig upp á nokkrar styttri námsbrautir og starfsbraut.

Á sérnámsbraut er fötluðum nemendum boðið upp á sérnám ef þeir geta ekki sótt almennt nám skólans. Forsenda fyrir inntöku er að greining sérfræðinga fylgi umsókninni. Nemendum er að miklu leyti kennt á starfsbrautinni en þar sem því er viðkomið sækja þeir nám á öðrum brautum í einstökum fögum.

Við skólann eru námsráðgjafar sem aðstoða nemendur á ýmsan hátt við námið og nemendur með lesblindu eða námserfiðleika fá stuðning. Í skólanámskrá Fjölbrautaskólans í Garðabæ kemur fram að fatlaðir nemendur eigi rétt á sérstökum stuðningi í námi, sem getur verið veittur með aðstoðarfólki eða í formi tækjabúnaðar.

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra

Pósthólf 120 | 550 Sauðárkróki | 455 8000 | [email protected] | Vefsíða Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra

Hjá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra er hægt að stunda nám í dagskóla og í fjarnámi. Boðið er upp á nám á stúdentsbraut, iðnnámsbraut, starfsnámsbraut og starfsbraut.

Komið er til móts við þarfir hvers og eins og hafi nemandi sérþarfir er skoðað hvaða úrræði hann þarf og komið til móts við þær þarfir. Dæmi um úrræði eru að á heimavistinni var innréttað herbergi sérstaklega fyrir hreyfihamlaðan nemanda sem var fullkomlega aðlagað að hans þörfum og var með góðu aðgengi. Þurfi nemandi á því að halda getur hann fengið aðstoðarmann sem fylgir honum í öllum tímum og aðstoðar hann, slíkt er að hluta til greitt af skólanum og að hluta til af sveitarfélaginu. Lengri próftími er í boði fyrir þá sem þurfa og einnig er hægt að taka próf í fámennri stofu eða í sérstofu.

Námsráðgjafi aðstoðar nemendur skólans í einkamálum sem snerta skólavist þeirra á einn eða annan hátt. Í gegnum námsráðgjafa geta fatlaðir nemendur fengið upplýsingar um þá þjónustu sem skólinn veitir.

Við skólan starfar félagsráðgjafi sem sinnir ráðgjöf og samtal við nemendur og foreldra sem eiga í félagslegum-, námslegum og/eða  tilfinningalegum vanda.

Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Grundargötu 44 | 350 Grundarfjörður |430 8400 | [email protected] | Vefsíða Fjölbrautaskóla Snæfellinga
Aðalstræti 53 | 450 Patreksfirð| 456 8400 |

Fjölbrautaskóli Snæfellinga býður upp á áfanganám í dagskóla og dreifnámi. Hægt er að stunda nám á almennri braut, félagsfræði-, mála- og náttúrufræðibrautum, í grunnnámi í byggingar- og málmiðngreinum og á öryggis- og þjónustubraut.

Nemendur geta fengið sérúrræði við skólann ef greining liggur fyrir. Hreyfhamlaðir einstaklingar geta fengið stuðing í náminu. Má til dæmis nefna aðstoð í tímum og frímínútum, aðstoðarmaðurinn er ýmist starfsmaður starfsbrautarinnar eða liðveisla sem veitt er af félags- og skólaþjónustunni. Gott aðgengi er í skólanum, lyfta til að komast milli hæða, salerni sem hægt væri að breyta ef þörf væri á vegna hreyfihamlaðs nemanda. Gott aðgengi er í íþróttasalnum.


Fjölbrautaskóli Suðurlands

Tryggvagötu 25 | 800 Selfoss |480 8100 |[email protected] | Vefsíða Fjölbrautaskóla Suðurlands

Fjölbrautaskóli Suðurlands býður upp á nám í dagskóla, kvöldskóla, dreifnámi/fjarnámi og sér einnig um kennslu í fangelsinu á Litla Hrauni og réttargeðdeildinni á Kleppi.
Boðið er upp á hefðbundnar bóknámsgreinar, almennar brautir, nám í iðngreinum, Íþróttaakademíu, hestamennsku, listgreinar, sjúkraliðanám og starfsbraut.

Starfsbrautin er ætluð nemendum sem hafa fengið umtalsverða sérkennslu í grunnskóla og hafa ekki forsendur til að stunda nám á öðrum brautum. Umsækjandi á starfsbraut þarf að senda inn greiningargögn sérfræðinga um námsörðugleika. Kennsla og nám á starfsbraut tekur mið af almennu bóknámi en einnig tengingu við atvinnulífið.

Námsráðgjafar aðstoða nemendur við skipulag náms og við að finna sérúrræði fyrir þá sem þess þurfa. Námsmenn sem hafa sértæka námsörðugleika geta fengið aðstoð við nám og tilhliðrun í prófum, ásamt námskeiði í námstækni og að fara í lesgreiningu.

Skólaakstur hefur reglulega verið frá Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri, Hveragerði, Hellu, Hvolsvelli, Reykholti og Flúðum. Nemendur geta keypt rútukort á skrifstofu skólans fyrstu skóladagana.

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði

Hringbraut 10 | 220 Hafnarfirði | 565 0400 | [email protected] | Vefsíða Flensborgar

Í Flensborgarskólanum er áfangakerfi þar sem boðið er upp á bóknámsbrautir til stúdentsprófs auk nokkurra styttri námsbrauta sem allar geta jafnframt nýst sem hluti af stúdentsprófsbrautum.  

Starfsbraut er fyrir nemendur sem notið hafa verulegrar sérkennslu í grunnskóla, verið á starfsbraut, í sérdeild eða sérskóla. Forsenda fyrir inntöku nemenda er að greining sérfræðinga fylgi umsókn. Aðeins er tekið inn á þessa braut að hausti. Nemendur brautarinnar hafa jafnframt möguleika á að stunda nám í almennum áföngum.

Nemendur sem hafa greiningar um námserfiðleika þurfa að koma þeim upplýsingum til skila til námsráðgjafa eða lestrarráðgjafa skólans svo hægt sé að veita þeim stuðning og úrræði.

Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu

Nýheimum | 780 Höfn | 470 8070 | [email protected] | Vefsíða FAS

Í framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu (FAS) er boðið upp á nám í dagskóla og fjarnámi. Námið skiptist í nám til stúdentsprófs, almenn námsbraut, fjallamennskunám, vélstjórnarbrautir og starfsnámsbrautir.

FAS er einnig aðili að Fjarmenntaskólanum ásamt þrem öðrum framhaldsskólum og er þar boðið upp á fjarnámsbraut í umhverfis- og auðlindafræði. Nemendur hafa aðgang að náms- og starfsráðgjafa með því að panta tíma í gegnum verkefnastjóra.

Framhaldsskólinn á Húsavík

Stóragarði 10 |  640 Húsavík |464 1344 | [email protected]. Vefsíða FSH

Skólinn starfar eftir áfangakerfi og býður upp á nám í dagskóla og í fjarnámi.

Sértækt námsúræði er námstilboð fyrir nemendur sem geta ekki nýtt sér almenn tilboð framhaldsskólans. Námið er einstaklingsmiðað og er bæði bóklegt og verklegt. Námið getur verið mjög breytilegt milli anna eða ára. Meginmarkmið starfsbrautar er að efla nemendur til virkrar þátttöku í samfélaginu og gera þá sem mest sjálfbjarga í athöfnum daglegs lífs.

Þjónusta við fatlaða nemendur miðast við að komið sé til móts við hvern og einn eins og kostur er hverju sinni. Aðstoð er í boði fyrir fatlaða nemendur sem þess þurfa svo þeir geti stundað nám á almennum námsbrautum skólans. Henti það ekki er einnig boðið upp á nám á sérstökum námsbrautum þar sem kennsla og viðfangsefni miðast við fötlun nemandans.

Skólinn leitast við að koma til móts við þarfir langveikra nemenda eins og kostur er. Þjónusta skólans er aðlöguð eftir aðstæðum hvers nemanda. Í slíkum tilvikum er skólinn tilbúinn til að gefa undanþágu frá reglum um skólasókn, hann sér um að senda námsgögn heim til nemandans og senda út kennslustundir frá skólanum með fjarfundabúnaði.

Framhaldsskólinn á Laugum

650 Laugum | 464 6300 | [email protected] | Vefsíða Framhaldsskólans á Laugum

Í Framhaldsskólanum á Laugum er hægt er að stunda nám á félagsfræði-, náttúrufræði-, íþrótta- og ferðamálabraut ásamt almennri braut en hún er fyrir þá nemendur sem hafa ekki náð viðunandi árangri á grunnskólaprófi eða fullnægja ekki inntökuskilyrðum á aðrar brautir og vilja bæta árangur sinn.

Í skólanum er unnið í sveigjanlegu námsumhverfi , þar sem vinnutíma nemenda er skipt í fagtíma og vinnustofur, og með persónubundna námsáætlun. Persónubundin námsáætlun er gerð í samvinnu nemanda og leiðsagnarkennara hans þar sem nemandinn fær persónulega leiðsögn í gengum skólann og nær þannig að ráða nokkru um námshraða sinn.

Námsráðgjafar skólans veita nemendum og kennurum ráð varðandi námsframvindu nemandans sé þörf á því.

Heimavistin er í þremur húsum og hægt er að velja milli eins eða tveggja manna herbergja.

Framhaldsskólinn á Laugum er í samstarfi við Menntasetrið á Þórshöfn og rekur þar framhaldsskóladeild.

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ

Háholti 35 | 270 Mosfellsbæ | 412 8500 | [email protected] | Vefsíða Framhaldsskólans í Mosfellsbæ

Í skólastarfinu leggur framhaldsskólinn í Mosfellsbæ áherslu á auðlindir og umhverfi. Auðlindirnar geta verið náttúrulegar, menningarlegar sem og mannauður með áherslu á lýðheilsu. Stefnt er að því að umhverfi skólans sé lifandi þáttur í skólastarfinu og sjónum beint að náttúrufræði umhverfisins, virðingu fyrir umhverfinu og hvernig nýta megi umhverfið á skynsamlegan hátt og njóta þess.

Eigi nemandi ekki fartölvu er möguleiki að fá hana lánaða hjá skólanum með því að skrifa undir samning. Ekki eru til margar fartölvur til láns og því mælt með að nemendur komi sjálfir með fartölvur þar sem námið byggist að miklu leyti upp á tölvunotkun.

Námsráðgjafar aðstoða og styðja nemendur eftir þörfum og veita til dæmis upplýsingar og fræðslu um nám og störf, finna úrræði vegna námserfiðleika, aðstoða nemendur við að finna áhugasvið sín og styrkleika.

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum

Dalvegi |900 Vestmannaeyjum | 488 1070 | [email protected] | Vefsíða FÍV

Í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum geta nemendur stundað bóklegt og verklegt nám sem skiptist í nám til stúdentsprófs, starfsréttindanám, iðnnám og starfsbraut. Starfsbrautin er ætluð fötluðum nemendum sem hafa ekki forsendur til þess að stunda nám á öðrum námsbrautum framhaldsskólans.

Hallormstaðaskóli

Hallormsstað | 701 Egilsstaðir |471 1761 |[email protected] | Vefsíða Hallormsstaðaskóla

Við skólann eru kennd ýmis námskeið tengd handverki og hússtjórn.

Hússtjórnarskólinn í Reykjavík

Sólvallagötu 12 | 105 Reykjavík |551 1578 |[email protected] | Vefsíða Hússtjórnarskólans

Við Hússtjórnarskólann fer fram kennsla við hússtjórn og má þar nefna matreiðslu, vefnað, prjón og næringarfræði.

Kvennaskólinn í Reykjavík

Fríkirkjuvegur 9 | 101 Reykjavík |580 7600 | [email protected] | Vefsíða Kvennaskólans

Kvennaskólinn er menntaskóli sem býður upp á hefðbundið fjögurra ára bóknám til stúdentsprófs. Brautirnar eru þrjár, félagsvísindabraut, hugvísindabraut og náttúruvísindabraut. Skólinn byggir á bekkjarkerfi en í valgreinum blandast bekkirnir.

Náms og starfsráðgjafar skólans aðstoða nemendur við lausn persónulegra vandamála sem hindra þá í námi. Þeir veita nemendum aðstoð við að skipuleggja nám sitt, leiðbeina um námsval og bjóða upp á námskeið. Námsráðgjafar Kvennaskólans veita einnig ráðgjöf vegna fötlunar eða hömlunar nemenda og í gegnum þá geta nemendur t.d. fengið sérstofu í jóla- og vorprófum.

Menntaskóli Borgarfjarðar

Borgarbraut 54 | 310 Borgarnes |433 7700 | [email protected] | Vefsíða Menntaskóla Borgarfjarðar

Starfsbraut er námstilboð fyrir þá nemendur sem geta ekki nýtt sér almenn námstilboð framhaldsskóla.


Námsráðgjafi er við skólann og veitir nemendum leiðsögn í persónulegum málum sem snerta námið og skólann.

Hægt er að sækja um heimavist við skólann. 

Menntaskólinn á Egilsstöðum

Tjarnabraut| 700 Egilsstöðum |471 2500 | [email protected] | Vefsíða Menntaskólans á Egilstöðum

Menntaskólinn á Egilsstöðum (ME) býður upp á fjölbreytt nám, jafnt á bóknámsbrautum sem og styttri starfsbrautum. Flestir áfangar sem kenndir eru í Menntaskólanum á Egilstöðum eru einnig í boði fjarnám fog er fjarkennslukerfið Moodle notað.

Nemendaþjónusta ME veitir nemendum skólans einstaklingsmiðaða þjónustu svo nemendur geti stundað námið með hámarks árangri. Þessi þjónusta getur falist í námsráðgjöf, félagsráðgjöf, forvarnarviðtölum, námskeiðum og sérstökum úrræðum. Fatlaðir nemendur þurfa að senda inn staðfestingu á greiningu til Nemendaþjónustunnar sem kemur upplýsingum áfram til kennara um hamlanir sem geta haft áhrif á nám nemandans. Þeir nemendur sem þurfa sérúrræði sækja um það til nemendaþjónustunnar.

Í skólanum er heimavist með 52 herbergjum, en miðað er við að tveir til þrír séu saman í herbergi. Eitt herbergi hefur verið sérútbúið fyrir nemanda í hjólastól. Lyfta er í húsi heimavistarinnar en þó komast einstaklingar sem nota hjólastól einungis inn á tvo af fjórum göngum hennar.

Menntaskólinn við Hamrahlíð

Hamrahlíð 10 | 105 Reykjavík | 595 5200 | [email protected] | Vefsíða MH

Námið byggist upp á áfangakerfi. Einnig er boðið uppá IB Nám (alþjóða nám) og Fjölnámsbraut (áður sérbraut).

Fjölnámsbrautin er fyrir nemendur sem notið hafa verulegrar sérkennslu í grunnskóla og þurfa einstaklingsmiðað nám. Mikið er lagt upp úr að brautin sé hluti af skólaheildinni. Einnig er lögð rækt við menningu og listir og nemendur fá að upplifa það sem efst er á baugi í menningarlífinu í samfélaginu hverju sinni.

Fatlaðir nemendur, langveikir nemendur og nemendur með staðfesta skynjunarörðugleika geta sótt til námsráðgjafar um frávik frá hefðbundnu námsmati. Um getur verið að ræða lengri próftíma, sérstök hjálpartæki, aðstoð við skrift, munnlegt próf í stað skriflegs og fleira. Hreyfihamlaðir nemendur geta fengið að nota tölvu í prófum og fá einnig lengri próftíma eins og þörf er fyrir. Hreyfihamlaðir nemendur geta fengið aðstoð við heimavinnu og einnig er í boði að hafa svokallaðan glósuvin. Unnið er á einstaklingsgrundvelli og er markmiðið að veita hverjum og einum hreyfihömluðum nemanda þau úrræði sem koma honum vel. Nemendur hjá MH geta einnig fengið aðstoð sálfræðings.

Menntaskólinn í Kópavogi

Digranesvegi 51 | 200 Kópavogi | 594 4000 | [email protected] | Vefsíða MK

Í boði er bóknám, Ferðamálanám og Hótel- og matvælanám. Undir bóknámsbrautir falla stúdentsbrautir, starfsbraut fyrir einhverfa nemendur, framhaldsskólabraut og skrifstofu- og fjármálagreinar.

Til innritunar á starfsbraut einhverfa þarf nemandinn að hafa lagt stund á samsvarandi nám í grunnskóla eða sérskóla með fullnægjandi árangri eða geta með öðrum hætti, svo sem greiningu á einhverfurófi frá viðurkenndum fagaðila, fært rök fyrir því að námið henti honum. Þá þarf að koma fram umfang fötlunar og sértæk aðstoð sem nemandinn þarf við athafnir daglegs lífs.

Undir ferðamálanám fellur Ferðamálaskólinn og Leiðsöguskólinn .

Námsráðgjafar sinna nemendum með sérþarfir svo sem vegna veikinda eða námsvanda. Þetta gera þeir með ráðgjöf, hagsmunagæslu og upplýsingagjöf vegna sérhæfðra réttindamála. Þeir veita stuðning við einstaklinga með sérþarfir, meta og greina úrræði fyrir þá og eru í  samstarfi við yfirvöld, sérfræðinga og þjónustuaðila um málefni einstaklinga með sérþarfir en þó alltaf í samráði við nemendurna sjálfa og foreldra þeirra. Hreyfihamlaðir nemendur Menntaskólans í Kópavogi fá lengri próftíma og fá að taka prófin sér. Sum próf eru tekin á tölvu en sé um að ræða skrifleg próf fær hreyfihamlaður nemandi aðila sem skrifar fyrir hann í prófinu sé þess þörf. Það er einnig hægt að fá glósuvin.

Menntaskólinn að Laugarvatni

840 Laugarvatn |486 1156 | [email protected] | Vefsíða ML

Skólinn starfar eftir bekkjakerfi og fylgja nemendur því sínum bekk í öllum námsgrein­um frá upphafi náms til loka. Möguleikar eru þó á tilfærslu milli brauta í samráði við skólastjórn­endur. Nánast allir nemendur skólans dvelja á heimavist og kaupa fæði í mötuneyti skólans.

Menntaskólinn á Ísafirði

Torfnesi | 400 Ísafjörður | 450 4400 | [email protected] | Vefsíða MÍ

Hjá Menntaskólanum á Ísafirði er lögð áhersla á að skólinn sé fyrir alla nemendur. Í skólanum er boðið upp nám til stúdentsprófs, iðnnám, starfsnám og starfsbraut. Sé nægilegur fjöldi nemenda sem óskar eftir dreifnámi er möguleiki á slíku.

Starfsbraut , sérnámsbraut, er fyrir nemendur með sértæka fötlun og er unnið með einstaklingsmiðuð námstækifæri svo nemendur geti aukið möguleika sína til áframhaldandi náms við hæfi. Í gegnum starfsbrautina öðlast nemendur tækifæri til að tengja saman nám og starfsþjálfun.

Hjá námsráðgjafa skólans má sækja um úrræði vegna próftöku. Nemendur sem greinst hafa með eða hafa sterkar vísbendingar um sértæka námserfiðleika geta rætt við námsráðgjafa um úrræði sem gætu hentað.

Menntaskólinn í Reykjavík

Lækjargötu 7 | 101 Reykjavík | 545 1900 | [email protected] | Vefsíða MR

Í Menntaskólanum í Reykjavík er með bekkjarkerfi.

Hjá námsráðgjöf er hægt að sækja um lengri próftíma og fá að taka próf á tölvu sé þörf á því. Hægt er að fá glósuvin og aðstoð bæði í tímum og prófum ef um fatlaðan nemanda er að ræða. Hvert tilfelli er metið út frá þörfum hvers nemanda.

Menntaskólinn við Sund

Gnoðarvogi 43 | 104 Reykjavík |5807300 | [email protected] | Vefsíða Menntaskólans við Sund

Menntaskólinn við Sund er bóknámsskóli með bekkjarkerfi.

Nemendur með sértæka námsörðugleika er boðið upp á sérstakan valáfanga og námsaðferðir sem henta nemendum með greiningu um lestrar- eða stærðfræðierfiðleika. Jafnframt fá þeir nýnemar sem hafa fengið greiningu um lestrar- eða stærðfræðierfiðleika námskeið í upphafi skólaárs. Boðið er upp á prófkvíðanámskeið og einstaklingsviðtöl hjá námsráðgjöfum. Í prófum er hægt að fá að taka próf í sér stofum, fá upplestur prófa á MP3 spilara og 30 mínútna lengri próftíma. Prófin eru stækkuð sé þörf á því, þau prentuð á lituðum pappír eða tekin á tölvu.

Með nýlegri  byggingu hefur aðgengi hreyfihamlaðra nemenda batnað mikið. Settar voru upp tvær nýjar lyftir  og tengir önnur þeirra saman eldri og nýrri byggingu. Á sama tíma vsr settur skáhallandi gangur í eldri byggingu í staða þess að vera með tröppur. Þá eru aðgengileg salerni fyrir hreyfihamlaða. Sérmerkt bílastæði fyrir fatlað fólk eru vel staðsett fyrir utan skólabygginguna og þaðan er slétt og auðfarin leið inn í húsið á hjólastól. Hitalögn er á þessu svæði. 

Menntaskólinn á Tröllaskaga

Ægisgötu 13 | 625 Ólafsfirði | 460 4240 | [email protected] | Vefsíða Menntaskólans á Tröllaskaga

Menntaskólinn á Tröllaskaga er dreifnámsskóli þar sem miðað er við að nemandinn ljúki námi í skólanum á samfelldum vinnudegi. Námið skiptist í nám undir verkstjórn kennara, sjálfstætt nám með aðgengi að námsaðstoð og fjarnám.

Fötluðum nemendum stendur til boða aðstoðarmaður, glósuvinur og að fyrirlestrar séu teknir upp (hljóðupptaka). Ekki er þörf á prófúrræðum þar sem námið byggist á símati og leiðsagnarmati og námið fer að mestu fram í gegnum tölvu.

Tækniskólinn

Skólavörðuholti | 101 Reykjavík | 514 9000 | [email protected] | Vefsíða Tækniskólans

Tækniskólinn er einkarekinn skóli sem hefur undirskóla sem hver fyrir sig hefur sérstakan skólastjóra og  faglegt sjálfstæði. Við Tækniskólann er hægt að stunda nám í dagskóla, kvöldskóla og dreifnámi. Tækniskólinn skiptist í eftirfarandi skóla: Byggingatækniskólann, Endurmenntunarskólann, Fjölmenningarskólann, Flugskóla Íslands, Hársnyrtiskólann, Hönnunar- og handverksskólann, Margmiðlunarskólann, Meistaraskólann, Raftækniskólann, Skipstjórnarskólann, Tæknimenntaskólann, Upplýsingatækniskólann og Véltækniskólann. 

Fjölmenningarskólinn býður upp á Starfsnámsbraut fyrir þá sem stundað hafa nám í sérdeildum grunnskólanna eða notið mikillar sérkennslu á grunnskólastigi.

Úrræði fyrir fatlaða nemendur eru metin út frá hverjum einstaklingi fyrir sig og er best að nemendur leiti til námsráðgjafa þurfi þeir sérúrræði. Nemendur get til dæmis fengið aðstoð við að komast milli kennslustofa og aðstoð í kennslustundum. Hægt er að fá lengri próftíma, fá prófspurningarnar lesnar upp og skrifhjálp í prófi. Nemandi getur óskað eftir því að vera í sérstofu í prófum.

Verkmenntaskóli Austurlands

Mýrargötu 10| 740 Fjarðabyggð | 477 1620 | [email protected] | Vefsíða VA

Verkmenntaskóli Austurlands býður upp iðnnám, starfsnámsbraut og viðbótarnám til stúdentsprófs í dagskóla og fjarnámi. 

Á heimavist Verkmenntaskóla Austurlands eru 29 tveggja manna herbergi, hvert með sér baði. Eitt herbergi er sérútbúið fyrir fatlaða nemendur og er gott aðgengi á heimavistinni. Ein lítil íbúð er á vistinni sem ætluð er fjölskyldufólki.

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Hringteig 2 | 600 Akureyri | 464 0300 | [email protected] | Vefsíða VMA

Verkmenntaskólinn á Akureyri, VMA, býður upp á bóknámsdeildir auk víðtæks starfs- og verknáms. Starfsbraut er námstilboð fyrir nemendur sem ekki geta nýtt sér almennt tilboð framhaldsskóla vegna þroskaskerðingar eða annarrar sértækrar fötlunar.

Námsráðgjöf hefur umsjón með aðstoð og þjónustu við nemendur með sértæka námsörðugleika og/eða fatlanir, m.a. allt sem varðar greiningu og úrræði vegna lestrar- og skriftarhamlana. Hjá námsráðgjafa er jafnframt sótt um sérúrræði vegna próftöku, en sækja þarf um það sérstaklega á hverju próftímabili fyrir sig. Það er einnig starfandi sálfræðingur við VMA og geta nemendur pantað sér tíma án kostnaðar.

Verzlunarskóli Íslands

Ofanleiti 1 | 103 Reykjavík | 590 0600 | [email protected] | Vefsíða Verzlunarskólans

Verzlunarskóli Íslands býður upp á fjögurra ára framhaldsskólanám í bekkjardeildum. Eftir tveggja ára nám ljúka nemendur verslunarprófi og eftir tvö ár til viðbótar eru nemendur brautskráðir og hafa þá lokið stúdentsprófi.

Hafi nemandi þörf á því er hægt að óska eftir að fá lengri próftíma, taka próf á tölvu og fá glósuvin. Reynt er að koma til móts við þarfir fatlaðra nemenda eins og unnt er, til dæmis fá aðstoðarmann. Námsráðgjafar veita nemendum upplýsingar um námsleiðir og störf ásamt ráðgjöf vegna námserfiðleika og persónulegra mála. Sálfræðingur er einnig starfandi við Verzlunarskóla Íslands.


Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja

Til baka

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér