Aðrir skólar

Aðrir skólar

Hér má finna skóla sem flokkast hvorki sem framhaldsskólar né háskólar.

Bataskólinn

Við erum alltaf með opið fyrir umsóknir í skólann.
Sækið um með tölvupósti; [email protected]

Bataskóli Íslands býður upp á nám fyrir fólk, 18 ára og eldra, með geðrænar áskoranir, aðstandendur þeirra og starfsfólk á heilbrigðis- og velferðarsviði. Hægt er að velja úr fjölbreyttu úrvali námskeiða sem samin eru í samvinnu sérfræðinga og fólks með reynslu af geðrænum áskorunum. Námið er nemendum að kostnaðarlausu. Námið er tvær annir og úr alls 20 námskeiðum að velja í allt.

Á þessari vefsíðu er hægt að nálgast upplýsingar um námið, skólann sjálfan og starfsmenn hans. Hægt að nálgast upplýsingar með því að senda verkefnisstjórum Bataskólans tölvupóst, á [email protected] Svo er hægt að hringja í okkur í síma 411-6555 virka daga á milli kl. 13 og 16.

Hringsjá Náms- og starfsendurhæfing

Hátúni 10d|105 Reykjavík|510 9380|[email protected]| Vefsíða Hringsjár

Hringsjá er náms- og starfsendurhæfing fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla. Sérstaða Hringsjár felst m.a. í því að um er að ræða einstaklingsmiðað nám. Samhliða kennslu býðst notanda þjónustunnar að nýta sér sérfræðilega ráðgjöf og í ákveðnum tilvikum er um að ræða einstaklingsmiðaða einkakennslu. Markmið Hringsjár er að veita náms- og starfsendurhæfingu fyrir einstaklinga, 18 ára og eldri sem vegna sjúkdóma, slysa, fötlunar eða annarra áfalla þurfa á endurhæfingu að halda til að takast á við nám og/eða að stunda atvinnu á almennum vinnumarkaði. Endurhæfingin felst í einstaklingsmiðuðu námi í formi styttri námskeiða eða fullu einingarbæru námi með sérhæfðri ráðgjöf og stuðningi.
Námið er niðurgreitt fyrir öryrkja en þeir borga námskeiðsbækur og efnisgjöld. 

Hringsjá býður einnig upp á stök námskeið sem öllum er frjálst að skrá sig á.

Myndlistaskólinn í Reykjavík

Hringbraut 121 | 107 Reykjavík |551 1990| [email protected] | Vefsíða Myndlistaskólans í Reykjavík

Myndlistaskólinn í Reykjavík býður upp á margvísleg námskeið sem efla grunnmenntun á sviði sjónlista og miðlar þekkingu í verklegum og fræðilegum þáttum til nemenda. Nám og námskeið eru í boði fyrir allan aldur, allt frá 4 ára börnum og upp úr. Bókasafn skólans er fagbókasafn vel búið gögnum þar sem nemendur geta unnið og aflað sér frekari þekkingar og heimilda.

Ljósmyndaskólinn

Hólmaslóð 6, | 101 Reykjavík | 562 0623| [email protected] | Vefsíða Ljósmyndaskólans

Markmið skólans er að kenna ljósmyndun með sköpun að leiðarljósi.
Skólinn býður nemendum sínum upp á þann besta tækjakost sem mögulegt er að fá og góða vinnuaðstöðu. Bókasafn skólans hefur safn bóka um ljósmyndara og ljósmyndun.

Kvikmyndaskóli Íslands

Suðurlandsbraut 18 ( 108 Reykjavík) (444 3300 )( [email protected])

Vefsíða Kvikmyndaskóla Íslands

Nám við Kvikmyndaskóla Íslands er alþjóðlega vottað nám sem opnar dyr inn í hinn ört stækkandi heim kvikmyndaiðnaðarins eða til framhaldsnáms í kvikmyndagerð.

Námið er að stærstum hluta verklegt og nemendur vinna að fjölmörgum verkefnum meðan á náminu stendur, bæði við eigin myndir og annarra.


Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja

Til baka

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér