Íþróttagreinar

Íþróttagreinar

Sund

Sundið er sú íþróttagrein sem hefur verið hvað lengst stunduð af fötluðu fólki. Fatlaðir íslenskir sundmenn hafa frá upphafi verið mjög sigursælir á alþjóðlegum mótum, en ÍFR hefur t.d. átt keppendur í sundi á fjölda Norðurlanda- Evrópu- Heimsmeistara- og Ólympíumótum fatlaðs fólks.

Boccia

Boccia er vinsælasta íþróttagreinin á meðal fatlaðs fólks hér á landi. Í boccia er leikið með 6 mislitum boltum og einum hvítum. Hvíta boltanum er fyrst kastað fram á völlinn og síðan er markmiðið að hitta sem næst honum með hinum boltunum. Það lið sem hefur fleiri bolta nær þeim hvíta hlýtur flest stig. Reglur og lýsing á boccia.

Borðtennis

Borðtennis er æft hjá íþróttafélögunum ÍFR og Akri. Borðtennis hjá ÍFR hefur verið stundað allt frá árinu 1974 af ungum sem öldnum. Íþróttafélagið Akur hefur lengið boðið upp á borðtennis og eru fatlaðir jafnt sem ófatlaðir sem sækja þær æfingar.

Bogfimi

Bogfimi hefur verið stunduð innan ÍFR frá því að félagið hóf starfsemi sína. Bæði ófatlað fólk og fatlað stundar þessa grein hjá félaginu og var útbúinn sérstakur útivöllur við íþróttahúsið í Hátúninu með mjög góðri aðstöðu. 

Æfingar í bogfimi fara m.a. fram á Hamranesvelli í Hafnarfirði og við Urriðakotsvatn í Garðabæ.
Bogfimisetrið býður upp á námskeið fyrir þá sem vilja æfa og keppa í bogfimi, en fólk þarf ekki að eiga búnað til að geta komið og prófað. 

Golf

Golfsamtök fatlaðra á Íslandi (GSFÍ) eru með æfingar í Hraunkoti hjá golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Facebooksíða GSFÍ

Hestamennska

Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ býður fötluðu fólki upp á reiðnámskeið. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins.

Körfubolti - Special Olympics hópur Hauka

Íþróttafélagið Haukar býður upp á æfingar fyrir einstaklinga með fötlun í sérstökum Special Olympics hópi. Um er að ræða tvo hópa yngri og eldri og er skipt eftir aldri. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Hauka.

Skíðaiðkun

Með rétta búnaðinum geta flest allir komist á skíði. Sá sérbúnaður sem hreyfihamlað fólk hefur nýtt sér eru stafaskíði (hefðbundin skíði á fótum en skíðastafurinn er einnig með skíðum), setskíði og skíðagrind. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli hefur mest af sérbúnaði á landinu en jafnframt er til búnaður í Bláfjöllum og tvö setskíði eru til á skíðasvæðinu í Oddskarði.

Skotfimi

Skotfélag Reykjavíkur er með æfingar í skotfimi og þar hafa hreyfihamlaðir verið að æfa. Hjá Skotfélagi Reykjavíkur á að vera gott aðgengi og aðgengilegt salerni fyrir hjólastólanotendur. Það eru þjálfarar á staðnum og þeir lána byssur. Sjá nánar hjá heimasíðu Skotfélags Reykjavíkur


Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér