Sjúkrahótel og íbúðir

Sjúkrahótel og íbúðir

Sjúkrahótel

Sjúkrahótel á Akureyri eru á vegum Hótels Akureyrar og eru á tveim stöðum. Annars vegar á Hótel Akureyri í Hafnarstræði og hins vegar á Gistihúsinu Hrafninum í Brekkugötu. Framboð herbergja fer eftir bókunarstöðu hverju sinni. Sjúklingur getur bókað herbergi sjálfur eða læknir/hjúkrunarfræðingur sjúklings en það þarf að liggja fyrir tilvísun frá lækni. Engin hjúkrunarþjónusta er veitt á hótelinu og þarf sjúklingurinn því að geta séð um sig sjálfur. Einn aðstandandi getur gist með sjúklingnum.

Sjúkrahótel Landsspítalans.

Nýtt sjúkrahótel Landsspítalans var opnað við Hringbraut í Reykjavík 2019. Sjúkrahótelið er ætlað sjúklingum sem teljast í þörf fyrir dvöl á sjúkrahóteli í tengslum við heilbrigðisþjónustu og aðstandendur þeirra eftir því sem við á. Læknir sendir beiðni fyrir hönd sjúklings um dvöl á sjúkrahóteli. Nánari upplýsingar um hótelið.

Íbúðir

Landspítalinn hefur yfir að ráða nokkrum íbúðum sem hugsaðar eru fyrir sjúklinga spítalans og aðstandendur.
Á vefsíðu Landspítalans (apríl 2024) kemur eftirfarandi skipting á milli deilda fram:

Barnaspítali Hringsins

Tengiliður:  Fríða Kristbjörg Steinarsdóttir og Sigríður Guðrún Karlsdóttir. Hægt að senda tölvupóst á netfangið [email protected].

Krabbameinsfélag Íslands ásamt fleiri félagasamtökum

Tengiliður: Geisladeild Landspítalans. Sími: 543 6800
Rauðarárstígur 33 (8 íbúðir)

SEM samtökin

Orlofsíbúð SEM samtakanna á Akureyri. Íbúðin er til útleigu fyrir félagsmenn og almenning allt árið um kring. Félagsmenn fá forgang yfir sumarið. 


Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér