Neyðarþjónusta fyrir rafknúin hjálpartæki

Boðið er upp á neyðarþjónustu fyrir hjálpartæki eftir lokunartíma fyrirtækjanna og um helgar. Öryggismiðstöð Íslands veitir öryggisaðstoð frá 17 – 24 á virkum dögum og frá 9 – 24 um helgar. Fastus veitir tækniaðstoð frá 17 – 21 á föstudögum og 9 – 21 um helgar. Hægt er að óska eftir þjónustunni með því að hringja í síma 5150120. Nánari upplýsingar er hægt að fá á Ísland.is.

Ef tæki bila á ferðalögum erlendis

Ef hjálpartæki bila þegar ferðast er erlendis er einfaldast að styðjast við leitarvélar á netinu og finna þannig söluaðila hjálpartækjanna á því svæði sem dvalið er. Einnig er hægt að hringja í fyrirtækin sem tækin voru fengin hjá á Íslandi á opnunartíma til að fá upplýsingar um hvert best er að leita.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér