Sjúkratryggingar Íslands / Hjálpartækjamiðstöð

Sjúkratryggingar Íslands annast framkvæmd sjúkratrygginga auk þess sem stofnunin semur um og greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu.

Þjónustuver SÍ er opið frá kl. 10-15:00, sími 515-0000 mánudag til fimmtudags. Á föstudögum er þjónustuverið opið frá kl 8 til 13. Símatími iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara í einingu tæknilegra hjálpartækja  er frá kl. 10:00 - 12:00 virka daga, sími: 515-0100.  Einnig er hægt senda tölvupóst á netfang Hjálpartækjamiðstöðvar á  htm(hjá)sjukra.is eða á netfang Sjúkratrygginga Íslands á sjukra(hjá)sjukra.is. 

Réttindagátt er sérstök þjónustugátt á vefsíðu SÍ sem er mikilvægt skref í betri þjónustu við heilbrigðisnotendur. Þarna geta einstaklingar skráð sig inn (rafrænt) og þar finnur hann mikilvægar upplýsingar um t.d. þau lyf sem hann hefur fengið ávísað á sig, uppsafnaðan kostnað sem viðkomandi hefur varið til heilbrigðisþjónustu (innan hins opinbera heilbrigðiskerfis),  og almennt yfirlit yfir notkun sína á heilbrigðisþjónustu Auk þess að hægt er að sjá greiðsluskjöl og viðskiptayfirlit vegna sjúkratrygginga, slysatrygginga og sjúklingatryggingar.  Réttindagátt er samsvarandi og t.d. svokallaðar Mínar síður sem sveitarfélög eru með og Tryggingastofnun Ríkisins. Þjónustuver SÍ s. 515-0100 liðsinnir fólki við að stofna aðgang að Réttindagáttinni.

Hjálpartækjamiðstöð SÍ

Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands (Htm)  annast afgreiðslu á umsóknum um hjálpartæki og sér um endurnýtingu tækjanna. 

Hjá Htm er hægt að fá ráðgjöf starfsmanna varðandi hjálpartæki. Einnig geta notendur skoðað og prófað ýmis hjálpartæki á sýningarsvæði.  Ef óskað er eftir ráðgjöf frá iðjuþjálfa eða sjúkraþjálfara er æskilegt að panta tíma fyrirfram til að tryggja að þeir geti sinnt erindinu.

Hjálpartækjamiðstöð á höfuðborgarsvæðinu: Er til  húsa að  Vínlandsleið 16, (Grafarholti) 113 Reykjavík. 

Afgreiðslutími:  Opið er frá kl. 10:00 til 15:00 virka daga.  

Símatími:

  • Iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara er frá kl. 10:00 - 12:00 alla virka daga.
  • Verkstæðis er frá kl. 10:00 - 12:00 alla virka daga. 

Hjálpartækjamiðstöðin á landsbyggðinni:

Hjálpartækjamiðstöð er einnig með þjónustu á Kristnesi í Eyjafirði.  Aðstaða Hjálpartækjamiðstöðvar SÍ á Kristnesspítala í Eyjafirði gefur notendum kost á að skoða og prófa ýmis hjálpartæki. Símatími iðjuþjálfa er á mánudögum kl. 11:30 – 12:00  í síma 463-0399. Einnig er hægt að senda þeim tölvupóst á netfangið hjalpartaeki(hjá)fsa.is

Nánari upplýsingar um þjónustu Hjálpartækjamiðstöðvar má finna á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands.

Sjá allt um hjálpartæki hér

Sjá allt um lyfjamál hér

Heilbrigðisþjónusta SÍ

Ferðakostnaður

Á vefsíðu SÍ má lesa að sjúkratryggðir einstaklingar geti átt rétt á greiðslu ferðakostnaðar vegna læknismeðferðar þegar sjúkdómsmeðferð er ekki í boði á heimaslóðum, þegar um langar ferðir er að ræða (lengri en 20 kílómetra) og þegar um ítrekaðar ferðir er að ræða.

Heilsugæsla

Á vefsíðu SÍ kemur fram að SÍ taka þátt í kostnaði við læknishjálp sem fer fram á heilsugæslustöðvum og hjá sjálfstætt starfandi heimilislæknum. Sjúklingar greiða það sama fyrir þjónustuna hvort sem heimilislæknir þeirra starfar á heilsugæslustöð eða er sjálfstætt starfandi og er greitt samkvæmt reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu

Sjúkratryggingar Íslands greiða hluta af kostnaði eða allan kostnað þeirra sem eru sjúkratryggðir vegna heilbrigðisþjónustu.

Réttindi milli landa

  • Mikilvægt er að fólk kynni sér vel hvernig heilbrigðisréttindi færast milli landa t.d. á ferðalögum. Best er að hafa samband Alþjóðadeild SÍ (s. 515-0002) og fá þar nánari upplýssingar um þetta efni.

Sérfræðilæknar

Eins og fram kemur á heimasíðu SÍ starfa sérgreinalæknar nú án samnings við SÍ. Velferðarráðuneytið hefur sett reglugerð sem kveður á um þátttöku SÍ í nauðsynlegum kostnaði sjúkratryggðra vegna þjónustu sérgreinalækna sem starfa án samnings við SÍ. Í reglugerðinni kemur fram að SÍ endurgreiði sjúkratryggðum mismun á heildargreiðslu samkvæmt gjaldskrá SÍ og reiknaðs kostnaðarhluta þess sjúkratryggða. Á meðan sérfræðilæknar hækka ekki gjaldskrá sína (nú þegar hefur hluti þeirra gert það) verður hlutfall endurgreiðslu það sama og verið hefur.

Endurgreiðsla á þjónustu sérfræðilækna

Sjúkratryggðir geta sótt um endurgreiðslu ef þeir þurfa að greiða fyrir þjónustu sérgreinalæknis að fullu.

Sjúkradagpeningar

  • Upplýsingar um sjúkradagpeninga
    Sjúkradagpeningar frá stéttarfélagi hafa áhrif til lækkunar á örorkulífeyri. Dæmi: Ef desember var greiddur í janúar þá eru það tekjur 2015 og koma því til lækkunar á örorkulífeyrisgreiðslum yfirstandandi árs.

Slys

Tannlækningar

Gjaldskrár í heilbrigðistkerfinu taka reglulega breytingum, en á þessari síðu SÍ má finna m.a. gjaldskrár tannlækna .

Börn og ungmenni

Lífeyrisþegar

Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í almennum tannlæknakostnaði lífeyrisþega og fer endurgreiðslan eftir gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands (sem er oftast lægri heldur en gjaldskrá tannlækna).
Til að fá endurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands þarf að senda frumrit reiknings, sem er undirritað af tannlækninum og lífeyrisþega, til Sjúkratrygginga Íslands, Vínlandsleið 16, 150 Reykjavík.
Það getur tekið nokkrar vikur þar til erindið er afgreitt.

Þjálfun - niðurgreiðsla

Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vefsíðu viðkomandi stofnunar.

Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér