Öryrkjabandalag Íslands
Sigtún 42 | 105 Reykjavík | 530 6700 | [email protected] | Vefsíða ÖBÍ
ÖBÍ var stofnað árið 1961. Aðildarfélög bandalagsins eru 41. Markmið og tilgang ÖBÍ má sjá í stefnuskrá.
ÖBÍ veitir m.a. félagslega og lögfræðilega ráðgjöf til öryrkja.
Háaleitisbraut 13, 3. hæð | 108 Reykjavík | 581 1110 | [email protected] | Vefsíða ADHD
ADHD samtökin voru stofnuð árið 1988 og hétu þá Foreldrafélag misþroska barna. ADHD er alþjóðleg skammstöfun sem stendur fyrir Attention Deficit Hyperactivity Disorder eða athyglisbrestur og ofvirkni. Samtökin eru til stuðnings börnum og fullorðnum með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir.
Síðumúla 6 | 108 Reykjavík | 560 4814 | [email protected] | Vefsíða Astma og ofnæmisfélags Íslands
Astma- og ofnæmisfélagið var stofnað 1974 til að berjast fyrir hagsmunum þeirra sem eru með astma og ofnæmi. Astma- og ofnæmisfélagið leggur áherslu á fræðslu og þjónustu við félagsmenn sína.
Ögurhvarfi 6 | 203 Kópavogi | 414 0500 | [email protected] | Vefsíða Áss styrktarfélags
Ás styrktarfélag var stofnað þann 23. mars 1958, og hét þá Styrktarfélag vangefinna. Félagið vinnur að ýmsum málefnum til hagsmuna fyrir þjónustuhóp sinn sem fyrst og fremst er fólk með þroskahömlun.
Hamrahlíð 17 | 105 Reykjavík | 525 0000 | [email protected] | Vefsíða Blindrafélagsins
Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi var stofnað í ágúst árið 1939. Helsti tilgangur þess er að vinna að réttinda- og framfaramálum í þágu blindra og sjónskertra þannig að þeir njóti jafnréttis á við aðra í samfélaginu.
Sæviðarsundi 54 | 104 Reykjavík | 581 2144 | [email protected]
Blindravinafélag Íslands var stofnað 24. janúar 1932. Það er fyrsta góðgerðarfélag landsins, sem enn er starfandi. Starfsemi félagsins var frá upphafi tvíþætt. Annars vegar að veita hjálp til að fyrirbyggja blindu og hins vegar að hjálpa blindum. Félagið var brautryðjandi að blindravinnu og blindraskóla hér á landi.
Pósthólf 5388 | 125 Reykjavík | 881 3288 | [email protected] | Vefsíða CCU
CCU samtökin, hagsmunasamtök sjúklinga með Crohn's (svæðisgarnabólgu) og Coliis (sáraristilbólgu), voru stofnuð í október 1995. Tilgangur félagsins er að styrkja velferð félaga með stuðningi, fræðslu og heimsóknum.
Háaleitisbraut 13 | 108 Reykjavík | 562 1590, fax: 562 1526 | [email protected] | Vefsíða Einhverfusamtakanna
Einhverfusamtökin (áður Umsjónarfélag einhverfra) var stofnað 1977 og í því eru foreldrar, aðstandendur, fagfólk og allir þeir sem bera hag þeirra sem eru með einhverfu og þær fatlanir sem flokkast undir einhverfuvíddina (autistic spectrum) fyrir brjósti. Félagið hefur lagt ríka áherslu á fræðslu- og kynningarstarfsemi.
Hátúni 10 | 105 Reykjavík | 533 1088 | [email protected] | Vefsíða FAAS
FAAS - félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimersjúkra og annarra skyldra sjúkdóma. Helstu baráttumál félagsins eru að efla umræðu og skilning stjórnvalda og almennings á þeirri sérstöðu sem heilabilunarsjúkdómar setja sjúka og aðstandendur þeirra í.
Háaleitisbraut 13 | 108 Reykjavík | 691 8010 | [email protected] | Vefsíða Félags CP á Íslandi
Félag CP á Íslandi var stofnað árið 2001. Markmið félagsins er að beita sér fyrir hagsmunum hreyfihamlaðra einstaklinga sem greinst hafa með Cerebral Palsy (CP). Félagið mun standa fyrir söfnun og miðlun upplýsinga um CP, efla samstarf fagfólks og aðstandenda og stuðla að faglegri umræðu um málefni, úrræði og nýjungar sem tengjast CP.
Þverholt 14, 3. hæð | 105 Reykjavík | 561 3560 | [email protected] |Vefsíða Félags heyrnarlausra
Félag heyrnarlausra var stofnað 11. febrúar 1960. Tilgangur félagsins er að vinna að menningar- og hagsmunamálum heyrnarlausra og heyrnarskertra. Helstu starfsþættir félagsins eru hagsmunamál heyrnarlausra, félagsstarfsemi, menningarmál, þjónusta og ráðgjöf við félagsmenn.
Ármúla 7b | 108 Reykjavík | 534 5348 | [email protected] | Vefsíða Félags lesblindra
Félag lesblindra var stofnað árið 2003. Tilgangur félagsins er að vinna að hvers konar menningar- og hagsmunamálum lesblindra. Orðið Dyslexía er samnefnari fyrir les- skrif- og reikniblindu, ekki eingöngu lesblindu. Dyslexía merkir erfiðleikar (dys) með orð (lexia), algengast er að talað sé um lesblindu.
Síðumúla 6 | 105 Reykjavík | 841 2376 | [email protected] | Vefsíða Félags lifrarsjúkra
Félagið var stofnað í febrúar 2012. Tilgangur þess er að gæta hagsmuna lifrarsjúkra, lifrarþega og aðstandenda þeirra.
Hátúni 10 | 105 Reykjavík | 561 9244 |[email protected] | Vefsíða Félags nýrnasjúkra
Félag nýrnasjúkra var stofnað 30. október 1986. Markmið félagsins er að stuðla að velferð nýrnasjúkra og aðstandenda þeirra. Félagið heldur úti heimasíðu, gefur út fréttabréf og fræðslubæklinga.
Hamrahlíð 17 | 105 Reykjavík | 553 6611 | [email protected],
Fjóla – félag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu (áður Daufblindrafélag Íslands) var stofnað 15. mars 1994 og eru félagsmenn og styrktarfélagar nú um 50 talsins. Tilgangur félagsins er að vinna að hvers kyns hagsmuna- og menningarmálum daufblindra. Gerður er greinarmunur á daufblindfæddum, síðdaufblindum og þeim sem verða daufblindir á gamals aldri, en sá hópur fer ört vaxandi.
Pósthólf númer 8635 | 128 Reykjavík | [email protected] | Vefsíða Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra
Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra, FSFH var stofnað 16. september 1966. Nafn félagsins vísar til þess að það lætur sig varða flest það sem snýr að heyrnarlausum og heyrnarskertum börnum. Allt frá stofnun félagsins hafa menntamál þessa hóps verið þungamiðjan í starfi þess.
Borgartúni 30 | 105 Reykjavík | 570 1700 | [email protected] | Vefsíða Geðhjálpar
Landssamtökin Geðhjálp voru stofnuð 9. október 1979 og eru hagsmunasamtök þeirra sem þurfa aðstoð vegna geðrænna vandamála, aðstandenda þeirra og annarra er láta sig geðheilbrigðismál varða.
Hátúni 10 | 105 Reykjavík | 552 5508 | [email protected] | Vefsíða Geðverndarfélags Íslands
Félagið var stofnað 1950 og var hugsað sem almennur félagsskapur til geðverndar og hugræktar. Hlutverk þess var að afla fjár „til þeirra framkvæmda sem ríkisvaldið hafði ekki komið auga á að sinna þurfti”. Það er einnig hlutverk félagsins að útbreiða þekkingu meðal almennings í geðverndarmálum.
Ármúla 5 | 108 Reykjavík | 530 3600 | [email protected] | Vefsíða Gigtarfélags Íslands
Gigtarfélag Íslands (GÍ) var stofnað 9. október 1976. Markmið félagsins er að auka lífsgæði fólks með gigtarsjúkdóma og fjölskyldna þeirra. Félagið rekur Gigtarmiðstöð að Ármúla 5, Reykjavík.
Þar er hægt að fá þjónustu tengda viðhaldsendurhæfingu, - sjúkra/-og iðjuþjálfun, ásamt fræðslu og ráðgjöf fyrir gigtarfólk og aðstandendur. Þar eru upplýsingar um gigtarlækna, hópleikfimi og fótaaðgerðastofa. Starfsemi miðstöðvarinnar miðast við forvarnir í víðum skilningi þess orðs, auk þess sem félagsstarfsemin á höfuðborgarsvæðinu fer þar fram. Á vefsíðu Gigtarfélags Íslands má meðal annars finna upplýsingar um mismunandi gigtsjúkdóma og meðferð við þeim.
Símaráðgjöf í gegnum gigtarlínuna fer fram á mánudögum og fimmtudögum frá september til maí í síma 530 3606.
Innan Gigtarfélagsins eru starfandi sex landshlutadeildir og getur fólk leitað til þeirrar deildar sem er næst þeim.
Á vegum Gigtarfélags Íslands er starfandi áhugahópur um vefjagigt- og síþreytu.
Eins er starfandi fyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf og meðferð vegna vefjagigtar. Tengill á heimasíðu Þrautar ehf.
Sigtúni 42 | 105 Reykjavík | 561 2200 | [email protected] | Vefsíða Heilaheilla
Markmið félagsins er að vinna að velferðar- og hagsmunamálum þeirra sem fengið hafa slag (heilablóðfall). Á heimasíðu Heilaheilla er m.a. að finna upplýsingar um slag og heilablóðfall, einkenni, viðbrögð, áhættuþætti og endurhæfingu.
Upplýsingar um slag
Upplýsingar um heilablóðfall
Upplýsingar um endurhæfingu
Langholtsvegi 111 | 104 Reykjavík | 551 5898 | [email protected] | Vefsíða Heyrnarhjálpar
Heyrnarhjálp-félag heyrnarskertra á Íslandi var stofnað 14. nóvember 1937. Félagið er öflugt hagsmunafélag sem rekur þjónustuskrifstofu, gefur út fréttabréf, heldur ráðstefnur og sinnir fræðsluhlutverki á stofnunum og í skólum og kynnir fötlunina og baráttumál félagsins sem víðast. Áætlað er að heyrnarskertir á Íslandi séu um 25-30 þúsund.
Hverfisgötu 69 | 101 Reykjavík | 552 8586 | [email protected]
HIV-Ísland alnæmissamtökin á Íslandi voru stofnuð 5. desember 1988, og hétu þá Alnæmissamtökin á Íslandi. Tilgangur samtakanna er að auka þekkingu og skilning á alnæmi, að styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Samtökin hafa meðal annars leitað nýrra leiða til að uppfræða fólk um alnæmi með umræðu og fræðslu.
Síðumúla 6 | 108 Reykjavík | 552 5744 | [email protected] | Vefsíða Hjartaheilla
Landssamtök hjartasjúklinga voru stofnuð 8. október 1983. Hlutverk Hjartaheilla er að sameina hjartasjúklinga, aðstandendur þeirra og áhugafólk um heilbrigt hjarta, stuðla að betri heilsu og bættum lífsgæðum í íslensku samfélagi, með áherslu á framfarir í forvörnum, fræðslu og meðferð hjartasjúkdóma og standa vörð um hagsmuni og réttindi hjartasjúklinga.
Sigtún 42 | 105 Reykjavík | 661 5522 | [email protected] | Vefsíða Hugarfars
Hugarfar, félag fólks með áunninn heilaskaða, aðstandenda og áhugafólks um málefnið. Félagið var stofnað 21. febrúar 2007. Meginmarkmið félagsins er að vinna að því að fólk með áunninn heilaskaða og aðstandendur fái þær bestu upplýsingar og ráðgjöf sem völ er á. Félagið starfar á landsvísu.
Hátúni 10 | 105 Reykjavík | 551 4570 | [email protected] | Vefsíða Laufs
Lauf, félag flogaveikra, var stofnað 31. mars 1984, og hét þá Lauf-landssamtök áhugafólks um flogaveiki. Meginmarkmið félagsins er að fræða um flogaveiki og málefni fólks með flogaveiki, standa vörð um og bæta lífsgæði þess og auka skilning almennings á flogaveiki og áhrifum hennar á daglegt líf til að draga úr hræðslu og fordómum.
Pósthólf númer 10043 | 130 Reykjavík | 551 7744 | [email protected]|Vefsíða Málbjargar
Málbjörg, félag um stam, var stofnað 10. október 1991. Félagið er fyrst og fremst félagsskapur þeirra sem stama en einnig eru aðstandendur og talmeinafræðingar félagar. Talið er að um eitt prósent fólks stami. Félagið stendur vörð um hagsmuni þeirra sem stama gagnvart yfirvöldum, skólum og atvinnulífi.
Bolholti 6 | 105 Reykjavík(b/t Þórunn Sæunn) |823 4233 | [email protected] | Vefsíða Máleflis
Málefli hagsmunasamtök í þágu barna og unglinga með tal- og málhömlun var stofnað 15. september 2009. Tilgangur samtakanna er meðal annars að vinna að hagsmunamálum barna, unglinga og aðstandenda þeirra. Vinna að rannsóknum, fræðslu og auknum skilningi á þessu málefni.
Marklandi 8 | 108 Reykjavík | 859-3456 | [email protected] | Vefsíða ME félags Íslands
ME félagið var stofnað þann 12. mars 2011. Tilgangur þess er að vinna að velferð þeirra sem haldnir eru ME sjúkdómnum. ME er skammstöfun á Myalgic Encephalomyelitis sem stendur fyir vöðvaverki og bólgur í heila eða mænu.
Leiðhömrum 23 | 112 Reykjavík | 567 0723 eða 893 0823 | [email protected] |
MG–félag Íslands var stofnað 29. maí 1993 og er félag sjúklinga með vöðvaslensfár (Myasthenia Gravis) og aðstandenda þeirra. Markmið MG–félagsins er að kynna sjúkdóminn og styðja við bakið á sjúklingum og fjölskyldum þeirra.
Sigtúni 42| 105 Reykjavík | 565 5727 eða 823 7270 | [email protected] | Vefsíða MND á Íslandi
MND félagið á Íslandi er félag sjúklinga og aðstandenda, stofnað 20. febrúar 1993. MND - Motor Nourone Disease - í sumum löndum kallað ALS eða Amyotropic lateral scolerosis, einnig Lou Gehrig sjúkdómurinn - er banvænn sjúkdómur sem ágerist venjulega hratt og herjar á hreyfitaugar líkamans.
Sléttuvegi 5 | 103 Reykjavík | 568 8620 | [email protected] | Vefsíða MS félags Íslands
Félagið var stofnað þann 20. september árið 1968. MS-félag Íslands er hagsmunafélag MS-sjúklinga og meginmarkmið þess er að vinna að velferð þeirra sem haldnir eru sjúkdómnum. MS eða Multiple Sclerosis er taugasjúkdómur í miðtaugakerfi. Um 75% MS-sjúklinga greinast fyrir 35 ára aldur og lifa í óvissu um það hversu mikið mark sjúkdómurinn muni setja á líf þeirra og fjölskyldur. MS er ennþá ólæknandi sjúkdómur.
Meðal þess sem er að finna á heimasíðu MS félagsins er fræðsla um það að greinast með MS og endurhæfingu.
Sjá hér um það að greinast með MS
Sjá hér um endurhæfingu við MS
Skógarhlíð 8 | 105 Reykjavík | 540 1900| [email protected] | Vefsíða Nýrrar raddar
Ný rödd er stuðningsfélag þeirra sem misst hafa raddbönd og barkakýli vegna krabbameins. Félagið var stofnað 20. desember 1980.
Lífsgæðasetur St.Jó, Suðurgata 41 | 220 Hafnarfjörður | 552 4440 | [email protected] | Vefsíða Parkinsonsamtaka Íslands
Parkinsonsamtökin á Íslandi voru stofnuð árið 1983. Samtökin standa vörð um hagsmuni fólks með parkinson og skylda sjúkdóma og reka þjálfunar-, fræðslu- og þjónustumiðstöð.
Síðumúla 6 | 108 Reykjavík | 560 4812 | [email protected] | Vefsíða Samtaka lungnasjúklinga
Samtök lungnasjúklinga voru stofnuð þann 20.maí 1997. Markmið samtakanna er að vinna að velferðar og hagsmunamálum lungnasjúklinga.
Hátúni 10b | 105 Reykjavík | 562 5605 | [email protected] | Vefsíða Diabetes Ísland - félag fólks með sykursýki
Diabetes Ísland - félag fólks með sykursýki voru stofnuð árið 1971. Tilgangur samtakanna er að halda uppi fræðslu um sykursýki, vinna að því að koma á fót sérhæfðri lækningastöð fyrir sykursjúka og bæta félagslega aðstöðu þeirra. Félagið er fyrir alla með sykursýki, aðstandendur og styrktaraðila.
Sléttuvegi 3 | 103 Reykjavík | 588 7470 | [email protected] | Vefsíða SEM samtakana
SEM - samtök endurhæfðra mænuskaddaðra voru stofnuð 1981 af nokkrum ungum karlmönnum sem áttu það sameiginlegt að hafa skyndilega hlotið varanlega fötlun sem raskaði þeirra lífi og starfi. Þar með skapaðist vettvangur til fræðslu og umræðu um líkamleg, andleg og félagsleg vandamál félagsmanna.
Á heimasíðu SEM samtakanna er m.a. að finna fræðslu um mænuskaða og helstu fylgikvilla.
Sjá hér um mænuskaða
Sjá hér um helstu fylgikvilla mænuskaða
Síðumúla 6 | 108 Reykjavík | 560-4800 | [email protected] | Vefsíða SÍBS
SÍBS - samband íslenskra berkla/-og brjóstholssjúklinga var stofnað 24. október 1938. Tilgangur SÍBS er sá að sameina innan vébanda sinna fólk með berkla, hjartasjúkdóma, lungnasjúkdóma, astma- og ofnæmi og svefnháðar öndunartruflanir og vinna að bættri aðstöðu og þjónustu við þann hóp. Einkunnarorð SÍBS eru ,,Styðjum sjúka til sjálfsbjargar”.
Hátúni 12 | 105 Reykjavík | 550 0360 | [email protected] | Vefsíða Sjálfsbjargar lsf.
Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra var stofnað 4. júní 1959. Markmiðið er að stuðla að jafnrétti hreyfihamlaðra á öllum sviðum þjóðfélagsins m.a. með því að tryggja aðgang að atvinnu, menntun og húsnæði á jafnræðis- og jafnréttisgrunni jafnframt því að gera umhverfið aðgengilegt hreyfihömluðum.
Bolholti 6 | 105 Reykjavík | 588 9666 | [email protected] | Vefsíða SPOEX
SPOEX, samtök psoriasis- og exemsjúklinga, voru stofnuð 15. nóvember 1972. Markmið félagsins er að sinna hagsmunamálum psoriasis- og exemsjúklinga og berjast fyrir rétti þeirra til bestu hugsanlegrar meðferðar á hverjum tíma. Psoriasis er algengur sjúkdómur sem talinn er hrjá 2-4% jarðarbúa.
Skógarhlíð 8 | 105 Reykjavík | 847 0694 | [email protected] | Vefsíða Stómasamtaka Íslands
Stómasamtök Íslands (SÍ) voru stofnuð 16. október árið 1980. Þau hafa ávallt verið undir verndarvæng Krabbameinsfélags Íslands (KÍ) og eru eitt af elstu stuðningsfélögum þess. Félagsmenn eru auk stómaþega, aðstandendur stómaþega, læknar og hjúkrunarfræðingar.
Háaleitisbraut 13 | 108 Reykjavík | 535 0900 | [email protected] | Vefsíða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
Félagið var stofnað árið 1952. Meginmarkmiðið er að stuðla að aukinni orku, starfshæfni og velferð fólks með fötlun, einkum barna. Meginþungi í starfsemi félagsins er rekstur Æfingastöðvar að Háaleitisbraut 13, sumar/-og helgardvalir í Reykjadal og sumardvalir að Laugalandi í Holtum fyrir Foreldra- og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla.
Hátúni 10 | 105 Reykjavík | 840 2210 | [email protected]tte.is | Vefsíða Tourette-samtaka Íslands
Tourette-samtökin voru stofnuð árið 1991. Félagið hefur lagt megin áherslu á fræðslu og kynningu enda er vanþekking á Tourette heilkenni mikil. Tourette heilkenni er taugasjúkdómur sem oft er mistúlkaður, og getur valdið miklu hugarangri og kvíða vegna einkennanna sem fylgja honum, þótt hann sé ekki hættulegur.
Athugið að efni hér fyrir ofan er fengið af vef viðkomandi stofnana/fyrirtækja
Hefur þú ábendingar eða frekari spurningar? Hafðu samband hér