Starfsemin

„Þetta er allt í vinnslu… húsnæðistækifæri ungs fatlaðs fólks“

Húsnæðishópur ÖBÍ réttindasamtaka stendur fyrir málþinginu „Þetta er allt í vinnslu… húsnæðistækifæri ungs fatlaðs fólks“ þann 7. maí næstkomandi á Hótel Reykjavík Grand frá klukkan 15:30 - 17:00. Á fundinum verður fjallað um hvernig staðan er á húsnæðismarkaðnum fyrir fólk með fötlun og munu nokkrir einstaklingar fjalla um reynslu sína af húsnæðismarkaðnum. Fundarstjóri verður Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka.

Hægt er að skrá sig til þátttöku á staðnum hér, en auk þess verður boðið upp á að fylgjast með fundinum í beinu streymi. Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-viðburði fundarins.

Sjálfsbjörg hvetur öll áhugasöm til að taka þátt.