Sjálfsbjörg stendur fyrir námskeiðum í hjólastólafærni

Sjálfsbjörg stendur fyrir þrem námskeiðum í hjólastólafærni á handknúnum hjólastólum.

Frábær þátttaka var á fyrsta hjólastólafærni námskeiðinu af þrem sem haldið var á laugardaginn um síðustu helgi. Þátttakendur voru á aldrinum 9 ára til 50 +.

Næstu tvö námskeið verða haldinn laugardagana 1. og 8. nóvember kl. ​12.10 - 13.30 í íþróttahúsi ÍFR, Hátúni 14 (tímasetning gæti breyst). Leiðbeinendur eru Hákon Atli Bjarkason og Arna Sigríður Albertsdóttir. Sjálfsbjörg hvetur alla sem vilja auka færni sína á hjólastól til að mæta, Námskeiðið er frítt fyrir þátttakendur en skráning nauðsynleg, hlekkur hér undir.

Markmið námskeiðsins er að einstaklingar verði sjálfstæðari og öruggari að takast á við hindranir í hversdeginum og hafi betri stjórn á hjólastólnum sínum.

Meðal þess sem verður farið í:
✅ Að ýta sér í hjólastól á sem auðveldastan hátt.
✅ Að komast yfir kanta, upp rampa og yfir gróft undirlag.
✅ Að færa sig milli stóla og frá gólfi upp í hjólastól.
✅ Viðhald á hjólastólum.
📅Hvenær: [Laugardag 25. október, 1. nóvember og 8. nóvember kl.12:10 - 13:30]
📍Hvar: Íþróttahús Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík, Hátúni 14, 105 Reykjavík]
🧑‍🏫Kennari: [Hákon Atli Bjarkason, hjólastólatækniþjálfari frá RG í Svíþjóð]
💪Fyrir hverja: [Alla sem nota handknúinn hjólastól, hvort sem er til skemmri eða lengri tíma]
Ekki þarf að greiða fyrir námskeiðið en skráning er nauðsynleg.
📩Skráningarhlekk má finna hér:
https://docs.google.com/.../1FAIpQLSfIRZudB3SRSS.../viewform
Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við Örnu Sigríði, tölvupóstur hér.

Fleiri fréttir